Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 32

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 32
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 32 rannsók­nir á forEldrasaMstarfi Fræðimennirnir Bernstein (1975; 1990; 1996) og Bronfenbrenner (1979) hafa sett fram kenningar sem eru gagnlegar til að útskýra tengsl heimila og skóla. Þeir leggja báðir mikla áherslu á mikilvægi reynslu barnsins innan fjölskyldunnar snemma á ævinni og hve hún ræður miklu um gengi þess síðar í lífinu. En það er ekki einungis fjölskyldan sem hefur áhrif, heldur hefur öll gerð samfélagsins áhrif á þroska barnsins. Bernstein ræðir um mörkin sem eru á milli heimila og skóla og kennara og foreldra. Hann segir að ríkjandi uppeldisumræða geti skapað málleg, félagsleg og menningarleg skil milli heimila og skóla og valdið því að sumir foreldrar og börn verði útilokuð frá fullri þátttöku í skólakerfinu. komi fólk frá ólíkum menningarheimi þar sem annars konar gildismat er ríkjandi í uppeldi og önnur markmið sett um framtíð barna en tíðkast í skólanum er hætt við því að uppeldisumræða skólans sé foreldrum framandi. Jafn- framt geta ýmsar reglur og gildi sem liggja til grundvallar uppeldisumræðunni verið óljós og því reynst erfitt að takast á við þær hindranir sem upp koma í samskiptum heimilis og skóla. Bronfenbrenner (1979) fjallar um skóla og heimili sem tvö örkerfi (e. microsystems) þar sem barnið verður fyrir beinum áhrifum fjölskyldu annars vegar og hins vegar starfsfólks skóla og annarra nemenda. Jafnframt hefur barnið sjálft áhrif á þessi kerfi. Tengsl þessara tveggja kerfa skipta síðan miklu máli fyrir barnið og hvernig sam- skiptum er háttað á milli skóla og fjölskyldna. í sumum tilvikum er lítill munur á viðhorfum og gildismati þessara tveggja kerfa og þá eru ekki mikil viðbrigði fyrir barnið að koma af heimili sínu í skólann. í öðrum tilvikum geta umskiptin verið mik- il og barnið er þá komið í nýja og framandi veröld sem getur verið erfitt að skilja og fóta sig í. Þegar foreldrar barnsins þekkja ekki menningarheim skólans, líður ekki vel í skólanum og samskipti við starfsfólk ganga örðuglega má búast við að leið barnsins til áframhaldandi þroska geti orðið torsótt. Bronfenbrenner segir nauðsynlegt að flæði upplýsinga um viðhorf, reynslu og leið- sögn milli kerfanna tveggja, heimilis og skóla, sé óhindrað og þannig sé best stutt við þroskaferil barnsins. Hann segir til dæmis að hæfni barns til að læra að lesa í fyrsta bekk ráðist frekar af því hvernig tengslin eru milli heimilis og skóla en því hvernig lestrarkennslunni er háttað (Bronfenbrenner, 1979). Fjöldi rannsókna á undanförnum áratugum sýnir einmitt að samstarf heimilis og skóla er lykilatriði fyrir velgengni barna og jafnvel að það skipti ekki einungis máli fyrir nám barnanna heldur einnig fyrir velferð þeirra alla ævi (Henderson og Berla, 1994). Þátttaka foreldra í skólastarfi eykur væntingar kennara til nemenda, eflir sjálfstraust foreldranna, hvetur nemendur og skilar sér í bættum námsárangri þeirra (Rennie, 1996). Náið samstarf heimilis og skóla tengir saman þessar mikilvægustu stofnanir í lífi barnanna, veitir börnunum nauðsynlegan stuðning og undirstrikar gildi menntunar (Epstein og Lee, 1995). Þó að auðvelt sé að sýna fram á slíkan árangur er oft erfiðara að benda á einstaka þætti foreldrasamstarfsins sem ráða úrslitum, enda er slíkt samstarf margslungið. Sheila Wolfendale (2000) leggur áherslu á að heildaráhrifin af því hve vel skólinn tekur á móti foreldrum og tengir þá skólastarfinu vegi þyngra en einstakir þættir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.