Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 33
33
samstarfsins. Hún bendir einnig á að þegar skrif um foreldrasamstarf séu skoðuð
komi í ljós að grundvallaráhersla sé lögð á að bæta námsárangur barna og til þess að
svo megi verða sé einkum lögð áhersla á þrennt:
1. að stuðla að velferð barna með því að foreldrar og kennarar vinni að sameigin-
legum markmiðum.
2. að auka ánægju kennara með það að foreldrar styðji starf þeirra.
3. að efla þekkingu foreldra á skólastarfi og fullvissa þá um að skólinn geri það
sem er best fyrir börnin.
Þannig njóta allir góðs af öflugu foreldrasamstarfi, börnin, kennararnir og foreldrarnir
og það er á valdi þessara þriggja aðila hvernig til tekst. Peter Coleman (1998) kallar
þetta samstarf „valdaþrennu“ (e. the power of three). Hann heldur því fram að árang-
ur barna segi oft meira um heimilið en skólann.
Foreldrar hafa mismunandi aðstæður til að styðja við börn sín og taka þátt í for-
eldrasamstarfi. Það á ekki síst við um foreldra af erlendum uppruna. Samstarf við þá
er á ýmsan hátt flóknara en ekki síður mikilvægt (Sneddon, 1997). Þegar samstarf við
erlenda foreldra ber á góma er oft talað um erfiðleika og vandamál, sjaldnar er rætt
um um tækifæri, kosti og árangur. Gjarnan er einblínt á aðferðir til að greina og með-
höndla félagsleg vandamál og námsörðugleika (Bastiani, 1997).
Sú goðsögn er útbreidd að foreldrar af erlendum uppruna séu sinnulausir um nám
barna sinna og hafi ekki áhuga á samstarfi við skóla (Barnes, 2000; Sneddon, 1997).
Þegar nánar er að gáð má finna margar hindranir í samskiptum heimilis og skóla,
en það á þó sérstaklega við þegar um erlenda foreldra er að ræða. Stundum kunna
foreldrar lítið í málinu sem talað er í skólanum og þeir þekkja illa skólakerfið og boð-
leiðirnar sem þar tíðkast. Þeir eru almennt óframfærnir við yfirvöld og hafa ef til vill
ekki reynslu af því að geta haft áhrif á skólastarf. Margir hafa vanist á yfirborðskennd
samskipti, svo sem að brosa og kinka kolli, og sumir hafa aðrar væntingar til menntun-
ar og kennslu nemenda en tíðkast í skólanum (Sneddon, 1997).
Rannsóknir sýna að í skólum er rík tilhneiging til að ganga út frá menningu meiri-
hlutahópsins. Það er algengt að kennarar álíti að fjölskyldur barnanna í skólanum hafi
sömu gildi og skoðanir og þeir eru sjálfir aldir upp við (Valdés, 1996; Warger, 2001).
En oft er mikill munur á þeim siðum og venjum sem tíðkast í skólunum og því sem
fólk af erlendum uppruna er vant úr sínu umhverfi (Bastiani, 1997). Margir foreldr-
anna eru til dæmis vanir því að heiman að velferð hópsins hafi meira gildi en velferð
einstaklingsins og að ekki sé gert ráð fyrir því að foreldrar geti valið mismunandi
námsleiðir fyrir börn sín (Rodriguez og Olswang, 2003). Sumir foreldrar eru líka vanir
því frá sínum heimahögum að skilja formlega á milli hlutverks foreldra og kennara.
Þegar þannig háttar til verður kennari barnsins að útskýra það vel fyrir foreldrunum
hvernig barnið getur notið góðs af samstarfinu (Rodriguez og Olswang, 2003; Siraj-
Blatchford, 1994).
Gott samstarf við foreldra veltur í flestum tilfellum meira á þekkingu og færni
kennarans en aðstæðum foreldranna, svo sem félagslegri stöðu þeirra, menntun og
efnahag (Bowen og Bowen, 1998; Dauber og Epstein, 1993). Margir foreldrar þurfa
hvatningu og frumkvæðið þarf að koma frá skólanum, það á ekki síst við um samstarf
við erlenda foreldra.
anna ÞorBjörg ingólfsdóttir, elsa sigríðUr jónsdóttir