Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 33

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 33
33 samstarfsins. Hún bendir einnig á að þegar skrif um foreldrasamstarf séu skoðuð komi í ljós að grundvallaráhersla sé lögð á að bæta námsárangur barna og til þess að svo megi verða sé einkum lögð áhersla á þrennt: 1. að stuðla að velferð barna með því að foreldrar og kennarar vinni að sameigin- legum markmiðum. 2. að auka ánægju kennara með það að foreldrar styðji starf þeirra. 3. að efla þekkingu foreldra á skólastarfi og fullvissa þá um að skólinn geri það sem er best fyrir börnin. Þannig njóta allir góðs af öflugu foreldrasamstarfi, börnin, kennararnir og foreldrarnir og það er á valdi þessara þriggja aðila hvernig til tekst. Peter Coleman (1998) kallar þetta samstarf „valdaþrennu“ (e. the power of three). Hann heldur því fram að árang- ur barna segi oft meira um heimilið en skólann. Foreldrar hafa mismunandi aðstæður til að styðja við börn sín og taka þátt í for- eldrasamstarfi. Það á ekki síst við um foreldra af erlendum uppruna. Samstarf við þá er á ýmsan hátt flóknara en ekki síður mikilvægt (Sneddon, 1997). Þegar samstarf við erlenda foreldra ber á góma er oft talað um erfiðleika og vandamál, sjaldnar er rætt um um tækifæri, kosti og árangur. Gjarnan er einblínt á aðferðir til að greina og með- höndla félagsleg vandamál og námsörðugleika (Bastiani, 1997). Sú goðsögn er útbreidd að foreldrar af erlendum uppruna séu sinnulausir um nám barna sinna og hafi ekki áhuga á samstarfi við skóla (Barnes, 2000; Sneddon, 1997). Þegar nánar er að gáð má finna margar hindranir í samskiptum heimilis og skóla, en það á þó sérstaklega við þegar um erlenda foreldra er að ræða. Stundum kunna foreldrar lítið í málinu sem talað er í skólanum og þeir þekkja illa skólakerfið og boð- leiðirnar sem þar tíðkast. Þeir eru almennt óframfærnir við yfirvöld og hafa ef til vill ekki reynslu af því að geta haft áhrif á skólastarf. Margir hafa vanist á yfirborðskennd samskipti, svo sem að brosa og kinka kolli, og sumir hafa aðrar væntingar til menntun- ar og kennslu nemenda en tíðkast í skólanum (Sneddon, 1997). Rannsóknir sýna að í skólum er rík tilhneiging til að ganga út frá menningu meiri- hlutahópsins. Það er algengt að kennarar álíti að fjölskyldur barnanna í skólanum hafi sömu gildi og skoðanir og þeir eru sjálfir aldir upp við (Valdés, 1996; Warger, 2001). En oft er mikill munur á þeim siðum og venjum sem tíðkast í skólunum og því sem fólk af erlendum uppruna er vant úr sínu umhverfi (Bastiani, 1997). Margir foreldr- anna eru til dæmis vanir því að heiman að velferð hópsins hafi meira gildi en velferð einstaklingsins og að ekki sé gert ráð fyrir því að foreldrar geti valið mismunandi námsleiðir fyrir börn sín (Rodriguez og Olswang, 2003). Sumir foreldrar eru líka vanir því frá sínum heimahögum að skilja formlega á milli hlutverks foreldra og kennara. Þegar þannig háttar til verður kennari barnsins að útskýra það vel fyrir foreldrunum hvernig barnið getur notið góðs af samstarfinu (Rodriguez og Olswang, 2003; Siraj- Blatchford, 1994). Gott samstarf við foreldra veltur í flestum tilfellum meira á þekkingu og færni kennarans en aðstæðum foreldranna, svo sem félagslegri stöðu þeirra, menntun og efnahag (Bowen og Bowen, 1998; Dauber og Epstein, 1993). Margir foreldrar þurfa hvatningu og frumkvæðið þarf að koma frá skólanum, það á ekki síst við um samstarf við erlenda foreldra. anna ÞorBjörg ingó­lfs­dó­ttir, els­a s­igríð­Ur jó­ns­dó­ttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.