Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 34

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 34
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 34 Sylva og Siraj-Blatchford (1995) rannsökuðu menntun leikskólabarna í fjórum löndum (Eþíópíu, Indónesíu, Jamaíka og Egyptalandi) á vegum UNESCO. Þær skoðuðu meðal annars tengsl heimila og skóla og benda á að allar fjölskyldur búi yfir styrk og auðlegð sem mikilvægt sé að leikskólinn nýti sér. Það er verkefni leikskólans að búa svo um hnútana að þessi auðlegð nýtist barninu og styrki það í námi sínu. Hvert barn er einstakt, reynsla þess sérstök og aðstæður einnig. Það er oft erfitt fyrir börn af erlendum uppruna að byggja brú á milli þeirrar meirihlutamenningar sem ríkir í skólanum og samfélaginu annars vegar og þeirrar heimamenningar sem þau búa við hins vegar. Hver fjölskylda er líka einstök. Fjölskyldur hafa mismunandi viðhorf og fara ólíkar leiðir til að tengja saman menningu og tungumál á heimilinu og í samfélaginu. Þess vegna verða kennarar að taka tillit til bakgrunns fjölskyldna og vinna með þeim til að skilja menningu þeirra og mállegan bakgrunn. Einnig þurfa kennarar að skilja hvaða væntingar foreldrar hafa til barna sinna og hvaða markmið- um þeir vilja að þau nái. Þetta skiptir miklu máli í sambandi við sjálfsmynd barnanna og fjölskyldnanna í heild (Ferris, 1997). Það er því varasamt að gera ráð fyrir því að allir foreldrar sem tilheyra sérstökum þjóðernis-, trúar- eða menningarhópi hafi sömu siði og venjur. Það hefur verið kallað „litblindunálgun“ þegar fólk segir að það komi eins fram við öll börn. Ef til dæmis aldrei er minnst á litarhátt brúnna eða svartra barna og sérstöðu þeirra er verið að afneita ákveðnum þáttum í útliti þeirra og fari. öllum börnum er nauðsynlegt að viðurkenna sig eins og þau eru og vera stolt af sér og uppruna sínum (Brown, 1998). Fjölskyldan er mesti áhrifavaldurinn í lífi barna, mótar framkomu, viðhorf og far- sæld þeirra, ekki aðeins á meðan þau eru ung heldur líka þegar þau verða eldri. En þó að fjölskyldan skipti sköpum í lífi barna getur munað um skólann og það starf sem þar fer fram, ef vel er unnið (Bastiani, 1997; MacBeath 2000; Mortimore, Sammons og Ecob, 1988). bak­grunnur rannsók­narinnar Tildrög þróunarverkefnisins Fjölmenningarleikskóli voru þær miklu breytingar sem ný- lega hafa orðið á íslensku samfélagi, en undanfarinn áratug hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað um meira en helming. Nú eru þeir 4,6% landsmanna en voru 1,8% árið 1995 (Hagstofa íslands, 2006). Fólkið sem hingað hefur flutt er margt frá fjarlæg- um menningarsvæðum og talar fjölda tungumála. Hér hefur orðið til samfélag fólks með fjölbreytt gildismat, viðhorf og siði. Nýjum íbúum fylgja börn með sérstöðu sem þarf að sinna í skólakerfinu. Banks (2003) segir að fjölmenningarlegt uppeldi (e. multicultural education) miði að því að allir nemendur, óháð kyni, trú, menn- ingu, tungumáli, stétt, þjóðerni eða færni, skuli njóta jafnréttis á sviði menntunar og námskrá skólanna og kennsluhættir skuli taka mið af því. Við álitum brýnt að koma þeirri hugsun að í leikskólum að það væri akkur fyrir skólana að þar væri fjölbreyttur barnahópur. Börn af erlendum uppruna eiga rétt á uppeldi og menntun þar sem tekið er tillit til menningaruppruna þeirra og tungumáls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.