Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 37
37 í Aðalnámskrá leikskóla (1999) er nánar fjallað um markmið foreldrasamstarfs. Þar er meðal annars rætt um að kynna foreldrum starfsemi leikskólans og starfsfólkið. Einnig ber skólanum að afla upplýsinga um uppeldisviðhorf og aðstæður foreldra, skapa umræðuvettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna og stuðla að þátttöku foreldra í leikskólastarfinu. Lögð er áhersla á að foreldrar beri frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en jafnframt beri starfsfólki að upplýsa foreldra um þroska barnsins og stöðu þess í leikskólanum. Bæði lögin og aðalnámskráin taka þannig af allan vafa um að frumkvæðið að foreldrasamstarfi skal koma frá leikskólunum. í Fjölmenningarstefnu fyrir leikskóla í Reykjavík (2006) sem tekin er saman fyrir Menntasvið Reykjavíkur kemur fram að í foreldrasamstarfi beri leikskólum að vinna gegn hvers konar fordómum og misrétti. í stefnunni er meðal annars gert ráð fyrir stuðningi tvítyngdra kennara sem tala móðurmál barnsins og styðja við aðlögun þess, auk þess sem þeir aðstoða við foreldrasamvinnu og hjálpa til við að byggja upp traust milli leikskóla og foreldra. rannsók­nin Rannsóknin sem hér er greint frá fór fram í Sjávarborg á árunum 2001–2004 í nánum tengslum við þróunarverkefnið og markmiðið var að meta áhrif þess á börnin, starfs- fólkið og foreldrana. í viðtölum við starfsfólk í upphafi rannsóknarinnar kom í ljós að samstarf við foreldra af erlendum uppruna var lítið og í sumum tilvikum vissi starfsfólkið jafnvel ekki frá hvaða landi sum erlendu börnin í leikskólanum voru. Lítil sem engin umræða var um fjölmenningarleg málefni eða sérstöðu erlendu barn- anna og þeim var ekki sinnt sérstaklega. Lítil samskipti við erlendu foreldrana má meðal annars skýra með tungumálaörðugleikum og óframfærni bæði starfsfólks og foreldra. Eins og fram er komið var eitt af markmiðum þróunarverkefnisins að efla samstarf við foreldra og var markvisst reynt að finna leiðir til þess. Meginspurningar rann- sóknarinnar snúast um það hvaða leiðir reyndust vel til að efla samstarf við erlenda foreldra og hvaða áhrif aukin samskipti höfðu á starfið og börnin í leikskólanum. í umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar fléttast því óhjákvæmilega saman lýsing á einstökum þáttum þróunarverkefnisins og mat á árangri. Rannsóknin var eigindleg og byggðist á viðtölum við starfsfólk og foreldra og þátt- tökuathugunum í leikskólanum. Viðtölin voru hálfopin, um það bil klukkustundar- löng, tekin upp á segulband og afrituð nákvæmlega. Viðtöl voru tekin við sex­tán foreldra barna af erlendum uppruna, allra nema tveggja barna. Níu foreldrar eru frá asíu, fjórir frá Evrópu og þrír frá afríku. Viðtölin fóru fram á heimilum viðmælenda á árunum 2002–2004. Flest viðtölin fóru fram á íslensku, þrjú á ensku og einu sinni var kallaður til túlkur að ósk viðmælanda. í viðtölunum var spurt um ástæður flutnings til íslands, líðan og aðstæður á íslandi, móðurmál og íslenskukunnáttu og væntingar til leikskólans, menntunar og framtíðar barnanna. Einnig voru foreldrarnir spurðir um þróunarverkefnið og starfið í leikskólanum. Tíu einstaklingsviðtöl voru tekin við starfsfólk á árunum 2001–2004. í viðtölunum anna ÞorBjörg ingó­lfs­dó­ttir, els­a s­igríð­Ur jó­ns­dó­ttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.