Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 40

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 40
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 40 haft börnin sín í leikskóla í mörg ár án þess að hafa mikla hugmynd um hvað gerist innan veggja hans (Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2000). í viðtölum við erlendu foreldrana var áberandi hve þeir voru jákvæðir og hve vel þeir treystu leikskólanum. Ein móð- ir sagðist vera mjög ánægð með kennarana og leikskólastjórann sem hún sagði hafa útskýrt vel allar breytingar á leikskólastarfinu „ … það er alltaf mjög gott að hjálpa út- lendingum og reyna að útskýra. Ég fékk mjög góða hjálp hjá henni.“ Misjafnt var hve foreldrar vissu mikið um það sem fólst í þróunarverkefninu en undantekningarlaust kunnu þeir vel að meta það sem þeir sáu að var gert. Móðir sagði: … okkur finnst leikskólinn mjög góður og hvað þau eru alltaf að gera með málin, til dæmis arabísku og taílensku, gott að láta krakka heyra og sjá orð út um allt og myndir og svona. Okkur finnst það mjög gott. Það var liður í þróunarverkefninu að gera upplýsingar um leikskólastarfið aðgengi- legri foreldrum. Mikið var tekið af myndum af börnunum í leik og starfi og þær hafðar til sýnis á veggjum og á heimasíðu leikskólans. Foreldrar nefndu að þeim þætti mikilvægt og þægilegt að fara inn á heimasíðuna og fá þar upplýsingar, til dæmis um matseðil vikunnar og hvað börnin væru að gera yfir daginn. Foreldrar gátu einnig skoðað myndasýningar frá leikskólastarfinu í tölvu þegar þeir komu að sækja börnin. Dagskipulag leikskólastarfsins var sett upp á myndrænan hátt og hangir það uppi í fataklefa. Þegar farið var í vettvangsferðir, svo sem í Húsdýragarðinn eða á listasöfn, voru búnar til „ferðabækur“ með myndum úr ferðinni. Þessar bækur liggja frammi, aðgengilegar fyrir foreldrana. allt þetta hefur gagnast foreldrum vel en í viðtölum við erlendu foreldrana kom fram mikil ánægja með þetta fyrirkomulag. Reynt var að kynnast fjölskyldum barnanna með ýmsum verkefnum, svo sem verk- efninu „Stjarna vikunnar.“ Þetta verkefni var unnið í hópastarfinu og hvert barn var stjarna í eina viku. Barnið kom í skólann með myndir af sér og fjölskyldu sinni og kynnti fjölskylduna fyrir hinum krökkunum í hópnum. Síðan útbjó starfsfólkið og börnin veggspjald með myndunum. Foreldrarnir urðu forvitnir og komu inn á deild- ina til að skoða veggspjöldin og myndirnar urðu tilefni samræðna milli starfsfólks og foreldra og einnig foreldranna innbyrðis. Talsvert hefur verið gert af því að bjóða foreldrum að koma inn á deildirnar og taka þátt í starfinu. Þeir geta til dæmis sýnt hluti að heiman, sungið með börnunum eða lesið sögu. Margir foreldrar hafa sýnt áhuga á þessu en mikið vinnuálag margra þeirra hefur komið í veg fyrir að þeir hafi þegið boðið. Þó hefur ýmislegt verið gert. íslenskur faðir kom með uppstoppaðar gæsir til að sýna börnunum þegar þau voru að vinna verkefni um farfugla. Serbnesk móðir kom og málaði egg með börnunum fyrir páskana og taílensk móðir kom á afmæli taílenska konungsins með bók sem hún hafði búið til með taílensku ævintýri sem hún las fyrir börnin. Leikskólakennararnir voru sérstaklega ánægðir með þennan þátt samstarfsins. Þeir sögðu að ánægjulegt hefði verið að finna aukinn áhuga foreldra vegna meiri sam- skipta. Leikskólakennari sagði: „Mér fannst skemmtilegt að fá foreldra með, það var einhver hátíð í gangi og börnin komu með eitthvað, þú veist, að halda upp á eitthvað sérstakt saman. … Þú veist, fá þau með.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.