Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 41
41
Starfsfólkið hefur öðlast meira öryggi í samskiptum við alla foreldra og er áræðnara
að taka upp viðkvæm mál. í rýnihópaviðtali þar sem þetta var til umræðu sagði
einn leikskólakennari til dæmis frá því þegar nokkrir drengir veittust að víetnamskri
ömmu sem talaði sitt mál við barnabarnið þegar hún kom að sækja það í leikskólann.
Drengirnir hermdu eftir konunni, glenntu sig dónalega, hlógu að henni og einn þeirra
sló í rassinn á henni. Leikskólakennarinn sem var vitni að þessu greip strax inn í, bað
konuna afsökunar og gerði drengjunum grein fyrir því að svona mættu þeir ekki haga
sér. Leikskólakennarinn lýsti því hve þær tóku þetta báðar nærri sér „… ég sá það bara
að hún var alveg miður sín, hún var alveg jafnmikið miður sín og ég. Það var alveg
ömurlegt.“ í viðtalinu kom fram að starfsfólkið hafði mikið rætt þetta atvik og velt
fyrir sér hvernig hægt væri að nýta tungumál barnanna meira í leikskólastarfinu til
þess að koma í veg fyrir fordóma.
Starfsfólkinu fannst líka auðveldara að koma boðum til erlendu foreldranna og nýtti
myndir til þess að auðvelda þeim skilning. Það lagði sig meira fram við óframfærna for-
eldra: „Maður finnur það líka að foreldrar sem tala ekki góða íslensku, maður leggur
sig fram við að ná sambandi og ræða það og útskýra … hvað þeim líður betur.“
Starfsfólkið sýndi foreldrum ýmislegt úr daglegu starfi sem viðkom barninu þeirra.
Einn leikskólakennarinn sagði: „Svo tökum við alltaf myndir af öllu og setjum á aug-
lýsingatöfluna og þau koma rosalega mikið að skoða það.“ Starfsfólkið sjálft var ekki
heldur eins óframfærið í samskiptum við foreldra: „Já, þessi feimni er ekki svona að
hefta mann alveg eins mikið. Maður þorir kannski meira líka.“ Starfsfólkinu fannst
að foreldrar hefðu við þetta orðið áhugasamari um leikskólastarfið og fengið aukið
sjálfstraust í samskiptum.
Áhrif á börnin
Eitt af markmiðum rannsóknar okkar var að skoða hvaða áhrif aukin samskipti við for-
eldra af erlendum uppruna hefðu á börnin og starfið í leikskólanum. Til þess að gera
heimamál og heimamenningu að sjálfsögðum og virtum þætti í leikskólastarfinu var
nauðsynlegt að leita til foreldra. Þeir glöddust yfir því að móðurmáli og heimamenn-
ingu væri sýnd virðing í leikskólanum og fannst gaman að vera beðnir um eitthvað.
Það reyndist því góð leið til að brjóta ísinn í samskiptum starfsfólks og foreldra og
hafði jákvæð áhrif á börnin. Greinilegt var einnig að áhugi barnanna á móðurmáli sínu
jókst eftir að farið var að sinna betur móðurmáli þeirra og menningu. Þau urðu sum
hver áhugasamari um heimaland foreldra sinna og sýndu áhuga á því að fara þangað
í heimsókn eins og þessi drengur sem sagði við mömmu sína að hann vildi fara með
henni til Taílands:
Þú mátt ekki fara alein, ég ætla að fara til Taílands með þér. Ef þú ferð alein þá
er það þér að kenna að ég get ekki talað taílensku. Ef ég fer með þér til Taílands
þá get ég talað taílensku.
Rannsóknir (t.d. Birna arnbjörnsdóttir, 1998; Cummins, 1996) sýna að góður grunnur í
móðurmáli er lykilatriði í sambandi við tileinkun annars máls og góð íslenskukunnátta
anna ÞorBjörg ingólfsdóttir, elsa sigríðUr jónsdóttir