Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 43

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 43
43 Einn þáttur í viðleitni starfsfólks til að virkja foreldra og gera þá sýnilegri í leikskól- anum var að biðja þá að elda mat og koma með á foreldrafundi. Bæði íslenskir og er- lendir foreldrar hafa tekið þátt í þessu verkefni og það hefur heppnast vel. Notalegt er að setjast niður og borða saman, maturinn losar um málbeinið og gefur umræðuefni. Þetta var sérstaklega mikilvægt fyrir erlenda foreldra og börnin þeirra urðu stolt af for- eldrum sínum þegar þau fundu að þeir höfðu eitthvað fram að færa og voru virtir fyr- ir. Eitt barnið sagði við leikskólakennara eftir foreldrafund: „Manstu, þegar mamma mín kom með matinn?“ og stoltið leyndi sér ekki. uMræð­a Foreldrar barna eiga margt sameiginlegt þegar kemur að væntingum um menntun og velferð barna þeirra þótt þeir búi við ólíkar aðstæður og í mismunandi umhverfi. Basti- ani (1995) hefur fjallað um sameiginlegar væntingar foreldra. Meðal þeirra atriða sem hann nefnir er að allir foreldrar vilja það besta fyrir börnin sín. Þeir vilja að börnin fái góða almenna menntun í ástríku og hvetjandi umhverfi. Þeir vilja fá upplýsingar um hvað gert er í skólanum og hvaða áhrif það hefur á börnin. Foreldrar vilja láta taka sig alvarlega, hafa áhrif og að á þá sé hlustað. Þeir vilja líka miðla skólanum af því sem þeir hafa fram að færa og taka þátt í skólalífinu með barni sínu. í viðtölum okkar við foreldrana kom fram að ein ástæðan fyrir því að þeir vilja læra íslensku er að þeir vilja skilja betur líf barna sinna. Erlendar rannsóknir sýna að foreldrar af erlendum uppruna vilja að börnum þeirra gangi vel í skóla, aðlagist samfélaginu sem þau búa í og læri tungumálið, en rækti jafn- framt heimamenningu sína og móðurmál (Ferris, 1997). Tungumálið er mikilvægasti einstaki þátturinn sem mótar sjálfsmynd og sjálfstraust, menningu og félagslegan, til- finningalegan og vitrænan þroska barnsins (Siraj-Blatchford, 1996). Flestir foreldrarnir í rannsókninni eru ákveðnir í því að ala börn sín upp á íslandi. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi menntunar, vilja að börnin þeirra fái góða menntun og að þau hafi val um hvar þau setjast að í framtíðinni (Elsa Sigríður Jónsdóttir og anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, 2004). Goðsögnin um lítinn áhuga foreldra á námi barna sinna á því ekki við um þessa foreldra. óframfærni er ekki það sama og áhugaleysi. í rannsókn Hönnu Ragnarsdóttur (2004), þar sem meðal annars er fjallað um áhrifa- þætti á skólagöngu erlendra barna á íslandi, kemur fram að þeir foreldrar leikskóla- barna sem hún ræddi við líta ekki endilega á leikskólann sem vettvang markviss skóla- starfs eins og fram fer í grunnskólanum. Þeir leggja áherslu á að í leikskólanum fái börnin félagsskap, læri samskipti og íslensku. En allir foreldrarnir í rannsókn Hönnu hafa skýrar væntingar um að börnin mennti sig í framtíðinni. Erlendu foreldrarnir í rannsókninni í Sjávarborg eru allir í láglaunastörfum og búa við mikið vinnuálag. En þrátt fyrir það lýstu flestir sig reiðubúna til að leggja eitthvað af mörkum til leikskólastarfsins ef nægur fyrirvari væri gefinn og sumir hafa þegar gert það eins og fram er komið. Nauðsynlegt er að efla innbyrðis samskipti allra for- eldra í leikskólanum og er öflugt foreldrafélag ein leið til þess. Þar þyrftu erlendu foreldrarnir að taka þátt og miðla öðrum foreldrum af menningu sinni. í Sjávarborg anna ÞorBjörg ingó­lfs­dó­ttir, els­a s­igríð­Ur jó­ns­dó­ttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.