Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 44
samstarf í l e ikskólUm V ið foreldra Barna af er lenUm UPPrUna
44
mæltist það vel fyrir þegar víetnömsk móðir sagði frá móðurmáli sínu og hvernig er
að eiga barn í íslenskum skóla. Hér má benda á að í skýrslu um þróunarverkefni um
foreldrasamstarf sem unnið var í leikskólanum Dal í kópavogi kemur fram að það
gladdi börnin ævinlega þegar foreldrar eða aðrir ættingjar komu í heimsókn. allt leik-
skólastarfið í Dal varð opnara og með léttari blæ eftir að starfsfólkið fór að sinna meira
samskiptum við foreldra (Leikskólinn Dalur, 2004).
Eitt það mikilvægasta sem starfsfólk Sjávarborgar lærði í þróunarverkefninu var
að allt frumkvæði að foreldrasamstarfi verður að koma frá skólanum og oft þarf ekki
mikið til að brjóta ísinn. Það hjálpar mikið til að fyrsta viðtal sé tekið á heimavelli
foreldra og það er mikilvægur liður í að kynnast foreldrum og aðstæðum þeirra. En
foreldrar verða líka að finna að þeir séu velkomnir í leikskólann. Til þess eru margar
leiðir, bæði formlegar og óformlegar. Jákvætt og hvetjandi viðmót þegar foreldrar
koma með börnin og sækja þau í leikskólann skiptir máli eins og Sheila Wolfendale
(2000) leggur áherslu á og fjallað var um hér að framan. Starfsfólk þarf að gefa sig
á tal við foreldra því smáspjall um barnið og hrós er mikilvægt. Þá má sýna foreldr-
um myndir úr starfinu eða eitthvað sem barnið hefur búið til. Slíkt viðmót auðveldar
foreldrum líka að sýna frumkvæði ef þá vantar upplýsingar um skólastarfið eða ef
eitthvað bjátar á og þeir þurfa aðstoð. Starfsfólk Sjávarborgar lagði sig fram í þessum
efnum og það skilaði góðum árangri.
Heimaviðtal er fyrsta skrefið til að kynnast væntingum foreldra, aðstæðum þeirra,
móðurmáli, heimamenningu, gildum og viðhorfum í barnauppeldi. En slík þekk-
ing verður ekki til á einum degi. Hún fæst með jákvæðum og hvetjandi daglegum
samskiptum og vilja til að spyrja foreldra og leita ráða hjá þeim þegar þess gerist
þörf. Foreldrar geta miðlað heilmiklu um barnið sitt og starfsfólkið ekki síður um
leikskólastarfið, hugmyndafræðina og námskrána og hvernig einstakir þættir starfs-
ins snerta barnið. Slík samskipti verða að vera á jafningjagrundvelli og einkennast af
gagnkvæmri virðingu.
Rannsóknir hafa sýnt að það virkar hvetjandi fyrir tvítyngd börn sé starfsfólk af
erlendum uppruna í leikskólanum. Því hefur jafnvel verið haldið fram að það sé einn
mikilvægasti og áhrifaríkasti þátturinn í aðlögun barna og fjölskyldna af erlendum
uppruna sem ekki hafa góð tök á meirihlutamálinu (karran, 1997). Þetta gildir þótt
starfsmaðurinn sé ekki af sama þjóðerni og börnin, hann undirstrikar að ekki er nauð-
synlegt að allir séu af sama þjóðerni og tali sama mál. allir þekkja mikilvægi aðlög-
unar barnsins að leikskólanum. Það má hugsa sér að foreldrar þurfi sína aðlögun líka.
Það er hægt að sinna erlendu foreldrunum sérstaklega á meðan þeir dvelja í leikskól-
anum með barninu sínu. Þá gefst starfsfólki gott tækifæri til að vígja foreldrana inn
í leikskólastarfið. Oft eru þetta fyrstu kynni foreldra af leikskólastarfi. Þarna er hægt
að leggja grunn að gagnkvæmum kynnum og byggja upp traust. í Fjölmenningarstefnu
fyrir leikskóla í Reykjavík (2006) kemur fram að tvítyngt starfsfólk gegnir miklu hlut-
verki í þessu sambandi.
Foreldrar gegna lykilhlutverki þegar færa á móðurmál og heimamenningu barn-
anna inn í leikskólann. Með því gefst gott tækifæri til að virkja foreldra og kynnast
styrk fjölskyldnanna. Þá er ekki síður mikilvægt að börnin sjái að foreldrar þeirra hafa