Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 70

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 70
70 1999) segir, í kafla um lífsleikni, að í leikskóla eigi börnin að taka þátt í áætlanagerð, ákvörðunum og mati en ekki er nánar fjallað um þetta í kafla um mat á leikskólastarfi. að undanförnu hafa æ fleiri fræðimenn bent á að börn eru mikilvægir hagsmuna- aðilar skólastarfs og af þeim sökum er eðlilegt að þau taki þátt í mati á skólastarfi (Christensen og James, 2000; Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Eide og Winger, 2005; Langsted, 1994; Winger og Eide, 2004). Bandaríski menntunarfræðingurinn Lilian katz (1999) hefur sett fram fimm ólík sjónarhorn á mat á gæðum leikskólastarfs. í fyrsta lagi er starfið metið út frá þeim fullorðnu sem bera ábyrgð á leikskólanum. Þetta kallar katz „að fara frá hinu stóra til hins smáa“ (e. top-down perspective). önnur aðferð er að meta starfið út frá sjónarhóli foreldra, þ.e. að reyna að komast að því hver sýn foreldra er á starf leikskólans. Þetta kallar hún „að fara frá hinu ytra til hins innra“ (e. outside-inside perspective). Þriðja sjónarhornið er mat starfsfólksins eða „innra sjón­ arhorn“ (e. inside perspective). Fjórða sjónarhornið er mat samfélagsins eða „ytra sjón­ arhorn“ (e. outside perspective). Fimmta aðferðin við að meta leikskólastarf er út frá sjónarhóli barnanna eða „að fara frá hinu smáa til hins stóra“ (e. bottom-up perspective). í þessari rannsókn er sjónarhorn barnanna haft að leiðarljósi og sjónum beint að því hvernig börnin sjá leikskólastarfið, hvernig þeim líður í leikskólanum, hvernig þau upplifa þátttöku sína í ákvörðunum er varða leikskólastarfið og hverjar væntingar þeirra eru til grunnskólagöngunnar sem framundan er. Að­ hlust­a á börn Tiltölulega stutt er síðan farið var að íhuga það í alvöru að hafa börn með í rannsókn- um og leita álits þeirra á málefnum er þau varða. Áður var talað um rannsóknir á börnum þar sem fullorðnir fylgdust með og gerðu athuganir á börnum, t.d. varðandi þroska og hæfni ýmiss konar. Rannsóknir þar sem börn eru með og hafa tækifæri til að segja sitt álit eru tiltölulega nýjar af nálinni. Þegar þannig er farið að er gjarnan talað um að gera rannsóknir með börnum í stað þess að tala um rannsóknir á börnum (Cors- aro og Molinari, 2000; Mayall, 2000; O’kane, 2000). Þetta byggist í fyrsta lagi á þeirri trú að börn hafi eigin skoðanir, í öðru lagi að þau hafi rétt til að tjá skoðanir sínar og í þriðja lagi að þau hafi getu til að tjá viðhorf sín og skoðanir. Sú þróun að leita eftir skilningi og viðhorfum barna og viðurkenna að skoðanir þeirra séu sjálfstæðar og ekki endilega þær sömu og skoðanir foreldra þeirra og kenn- ara sprettur af þeim skilningi og sýn á börn að þau séu hæf og vel að sér. Þau hafi eigin sýn á hlutina og séu sérfróð um eigið líf. Þessar hugmyndir má rekja til viðhorfa til barna sem fram koma í félagsvísindalegum kenningum og rannsóknum á barnæsku sem þróast hafa á undanförnum árum þar sem heimurinn er skoðaður frá sjónarhóli barna. Litið er svo á að skoðanir barna, barnæska og líf sé áhugavert hér og nú og á barnæsku sem afmarkað rannsóknarefni (Christensen og James, 2000; Corsaro, 1997; James og Prout, 1997; keats, 2000; Langsted, 1994; O’kane, 2000; Qvortrup, 1994, 2002). Jafnframt er byggt á póstmódernískum hugmyndum um að börn séu sterk og hæf, hafi eigin rödd sem beri að taka alvarlega og þau búi yfir þekkingu, skoðunum og áhuga sem best sé að nálgast hjá þeim sjálfum (Dahl, 1995; Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Mayall, 2000). l e iks­kó­l inn frÁ s­ jó­narHó­l i Barna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.