Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 75

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Side 75
7 þau að gera ákveðna hluti. Niðurstöður benda til tilhlökkunar hjá flestum barnanna, þó svo að nokkur börn kviðu væntanlegri grunnskólagöngu. Eftir að börnin byrjuðu í skólanum létu þau í ljósi undrun yfir fjölda barna í skólanum og bekknum. Viðhorf barnanna til skólans höfðu mótast af frásögnum og væntingum frá foreldrum þeirra, þar sem áhersla var lögð á góðar einkunnir og mikilvægi þess að standa sig. Á Nýja Sjálandi fylgdi Peters (2000) eftir fjórum börnum frá því að þau voru fjögurra og þangað til þau urðu átta ára. Flutningurinn frá leikskólanum í grunnskólann kom sumum þessara barna tímabundið úr jafnvægi. Það sem þeim fannst erfiðast var stærð skólans og skólalóðarinnar, fjöldi og stærð hinna barnanna, lengd skóladagsins og námslegar kröfur. Þeim fannst mun minna frjálsræði í skólanum en í leikskólanum og þau kvörtuðu undan því að þurfa að hætta við viðfangsefni í miðju kafi ef skipulagið krafðist þess. Börnin aðlöguðust hins vegar fljótt nýju umhverfi og þau voru ánægð með að takast á við ný viðfangsefni Stig Broström (2001; 2003) hefur gert rannsóknir á viðhorfum og sýn danskra leik- skólabarna til grunnskólagöngunnar og hvernig væntingar þeirra stóðust raunveru- leikann. Þegar leikskólabörnin voru spurð hvað þau teldu að þau myndu gera í skól- anum lýstu mörg þeirra hefðbundnum greinum eins og lestri, skrift og reikningi, en önnur töluðu um blöndu af leik og hefðbundnum námsgreinum. Þegar rætt var við börnin eftir að þau höfðu hafið grunnskólagönguna kom í ljós að þó þau létu í ljósi ósk um að þau fengju að leika sér meira voru þau nokkuð ánægð með skólann og fannst þau hafa lært það sem þau bjuggust við. Rasmussen og Smidth (2002) rannsök- uðu einnig skoðanir danskra barna á leikskólanum og grunnskólanum. Niðurstöður þeirra sýna að börnin litu á starfsfólk þessara stofnana ólíkum augum. Þau töldu að grunnskólakennarinn kenndi börnunum beint en leikskólakennarinn væri meira á hliðarlínunni og aðstoðaði börnin. Börnin töldu að báðir kennarahópar réðu og tækju ákvarðanir um flesta hluti. Leikurinn var undantekning, því honum sögðust börnin stjórna. Eins og í öðrum rannsóknum voru vinir og önnur börn það mikilvægasta í skólanum og leikurinn aðalleiðin til að hafa samband við önnur börn. í rannsókn Sue Dockett og Bob Perry í Ástralíu voru tekin viðtöl við börn sem höfðu nýlega hafið grunnskólagöngu (Dockett og Perry, 2002, 2004). Niðurstöður sýna að börnin voru fyrst og fremst upptekin af reglum skólans. Þau lögðu áherslu á að til þess að ganga vel í skólanum þyrftu þau að þekkja reglurnar. að eignast vini og vera með þeim í skólanum skipti börnin miklu máli. Þeim var tíðrætt um stærð skólans og skólalóðarinnar og þau höfðu áhyggjur af eldri börnum og samskiptum við þau. Þau litu á skólann sem stað þar sem þau myndu læra og lærdómur var að þeirra mati við- fangsefni sem kennari skipulagði og setti fyrir. í fyrri rannsóknum hafa viðtöl og þátttökuathuganir einkum verið notaðar til að kanna viðhorf barna til leikskólans og upphafs grunnskólagöngunnar. í þessari rann- sókn eru hins vegar fjölbreyttar aðferðir notaðar til að hlusta á sjónarmið barna. Rann- sóknin beinir sjónum að viðhorfum leikskólabarna til leikskólans, væntingum þeirra til grunnskólagöngunnar og því hvernig þau líta á þátt sinn í ákvörðunum í leikskólan- um. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi við rannsóknina. jó­Hanna e inars­dó­tt i r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.