Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 77
77
4. Spurningakönnun með spili. Börnin svöruðu spurningum um leikskólastarfið með
því að taka þátt í spurningaspili.
Viðtöl
í þessari rannsókn var farin sú leið að hafa tvö eða þrjú börn saman í viðtölunum,
en það hefur reynst vel í öðrum rannsóknum að taka viðtöl við fleiri en eitt barn í
einu (Graue og Walsh, 1998; Greig og Taylor, 1999; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Mayall,
2000). Börn eru öflugri þegar þau eru nokkur saman og valdastaða þeirra gagnvart
hinum fullorðna verður sterkari þegar þau eru fleiri en eitt í viðtalinu, þau eru líka af-
slappaðri þegar þau eru með vinum sínum en ein með fullorðnum og einnig aðstoða
börnin hvert annað með svörin, minna á og gæta þess að satt og rétt sé sagt frá. Stuðst
var við aðferðir sem Doverborg og Pramling Samuelsson (2003) hafa sett fram við
barnaviðtöl, svo og tillögur og ráðleggingar Graue og Walsh (1998). Tveir leikskóla-
kennaranemar, sem þekktu börnin og leikskólann, tóku viðtölin sem voru tekin upp
á segulband og afrituð. Börnin voru spurð hvers vegna þau væru í leikskóla, hvað
þau lærðu í leikskólanum, hvað starfsfólkið gerði, hverju þau mættu ráða í leikskólan-
um og hvað þeim þætti leiðinlegt og skemmtilegt, erfitt og ekki erfitt í leikskólanum.
Einnig voru þau spurð um væntingar sínar til grunnskólagöngunnar, til hvers þau
hlökkuðu og hverju þau kvíddu, hvað þau teldu að þau myndu læra í grunnskólanum
og hvers þau myndu sakna úr leikskólanum.
Teikningar barnanna
Teikningar barna hafa verið notaðar í rannsóknum með börnum og þá oftast í tengsl-
um við viðtöl, sem kveikja eða sem viðfangsefni fyrir börnin til að vinna að meðan
rætt er við þau. Dockett og Perry (2005a) hafa bent á að kostir þess að nota teikningar í
rannsóknum með börnum séu: að þær gefi kost á óyrtri tjáningu, börnin geti breytt og
bætt við teikningarnar eins og þeim hentar, flest börn séu vön því að teikna og teikn-
ingar taka oft tíma og krefjast þess ekki að svarað sé strax svo börnin hafi tækifæri til
að hugsa málið. Börnin voru beðin um að teikna það sem þeim fannst skemmtilegt og
leiðinlegt í skólanum á samanbrotið a4 blað. Á annan helming blaðsins áttu þau að
teikna það sem þeim fannst skemmtilegt í skólanum en á hinn helminginn það sem
þeim fannst leiðinlegt. Rannsakandinn ræddi síðan við þau um það sem þau teiknuðu
og skrifaði útskýringar þeirra niður.
Ljósmyndir barnanna
Á undanförnum áratug hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir þar sem ljósmyndir sem
börn taka sjálf eru annaðhvort aðalaðferðin við gagnaöflun eða ein af þeim aðferð-
um sem er notuð (Clark og Moss, 2001; Cook og Hess, 2003; Dockett og Perry, 2005b;
Hurworth, 2003; Rasmussen, 1999; Rasmussen og Smidt, 2001, 2002). í þessari rann-
sókn var farin sú leið að tengja saman ljósmyndatöku og kynnisferð barnanna um skól-
ann, eða það sem Langsted (1994) hefur kallað „gönguviðtal“ (e. walking interview).
Rannsakandi fékk börnin, eitt og eitt í senn, til að fylgja sér um leikskólann og sýna
jóHanna e inarsdótt i r