Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 79
7
niðurstöður
Hlutverk leikskólans
Þegar börnin voru spurð að því í viðtölunum hvers vegna þau væru í leikskóla nefndu
þau nokkrar ástæður. Ein aðalástæðan sem mörg þeirra nefndu var að þau þyrftu að
vera í leikskólanum meðan foreldrar þeirra væru í vinnu. Ein stúlka orðaði það mjög
skýrt á þennan hátt: „af því að þegar mamma og pabbi eru að vinna þá getum við
ekki verið alein heima.“ önnur stúlka sagði að það væri af því þau væru börn ennþá
og einn strákur sagðist vera þarna af því mamma hans ynni í leikskólanum. önnur
ræddu um að þau væru í leikskóla til þess að læra. Hér er dæmi úr umræðu þriggja
drengja:
R: Vitið þið það, af hverju þið eru í leikskóla?
Nói: Veit ekki.
R: Hjálmar veist þú af hverju þú ert í leikskóla?
Hjálmar: Mamma og pabbi eru í vinnunni svo það þarf að passa okkur.
R: Já, einmitt. En þú ari, af hverju eruð þið í leikskóla?
ari: Til að læra.
athyglisvert er að mörg börnin litu á leikskólagönguna sem hluta af lífsins göngu og
samfelldu námsferli sínu. í þeirra augum er það eðlilegur gangur lífsins og upphaf
skólagöngu þeirra að vera í leikskóla. Hér er dæmi um umræðu tveggja stúlkna:
R: af hverju eruð þið í leikskóla?
Bryndís: af því að við erum ennþá að læra.
Bryndís: að því að maður byrjar í leikskóla og svo byrjar maður í skóla.
R: Já. Hvað segir þú Sif?
Sif: af því að mamman og pabbi okkar ef við erum lítil getur þau ekki hugsað um
okkur, hugsað um lítil börn og ef þau eru í vinnunni, þá þurfum við að fara með
þeim og það er svo óþarfi. Þá bara er til skóli og leikskóli. … Þegar maður er sex
þá fer maður í fyrsta bekk og svo þegar maður er orðinn mjög stór þá fer maður í
annan skóla og svo getur maður farið svona í háskóla.
Læra í leikskóla
í viðtölunum og spurningaspilinu voru börnin spurð hvað þau teldu að börn lærðu í
leikskóla. Svörin voru nokkuð margbreytileg og nefndu börnin fjölbreytt viðfangsefni
og atriði sem þau lærðu í leikskólanum. Þó voru á þessu nokkrar undantekningar því
fyrstu viðbrögð sumra barnanna við því hvað þau lærðu í leikskólanum voru að þau
lærðu ekki neitt og virtust sum þeirra hafa þá skoðun að nám væri einungis lestur,
skrift og reikningur. önnur svör barnanna við því hvað þau læra í leikskóla má flokka
í; samskipti, leik, færniþætti, námssvið leikskólans og vinnubrögð.
algengast var að börnin teldu sig læra samskipti og hegðun í leikskólanum, svo
sem að læra mannasiði, læra reglur, læra að vera stilltur og góður, sitja kyrr og borða
fallega. Björg sagði t.d.: „Við eigum að læra að hlusta og eigum að læra að vera með
jóHanna e inarsdótt i r