Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 80
80
þögn.“ Hallur sagði að þau lærðu að sitja kyrr og hafa ekki hávaða. Eftirfarandi um-
ræða átti sér stað í hópi þriggja barna.
R: Hvað lærir maður svona í leikskóla?
Sif og Bryndís: Maður lærir að vera stilltur og góður. (Báðar í kór)
Guðbjartur: Maður lærir að syngja.
Sif: Og læra líka að vera stilltur og borða fallega.
R: Já læra að borða fallega, Sif.
Sif: Ekki svona sjáðu. (Smjattar)
R: Hvað er þetta?
Sif: Þetta er að smjatta.
R: Já, má ekki smjatta í leikskóla?
R: En hvað eigið þið að læra í leikskóla?
R: Hvað segja fóstrurnar að þið eigið að læra í leikskólanum?
Bryndís: Þær segja að maður eigi að læra að syngja og maður á að…
Sif: Og læra mannasiði.
R: Já, Sif, að læra mannasiði.
í öðru lagi nefndu börnin leikinn, þ.e. að þau lærðu að leika sér í leikskólanum. í þriðja
lagi nefndu þau þætti sem hægt er að flokka sem færniþætti, svo sem að læra að lesa,
skrifa, læra á klukku og læra tölurnar. Árni sagði t.d.: „Við lærum á tölurnar.“ Haukur
sagðist læra á klukku og Nói sagði: „Maður er að læra að skrifa.“ í fjórða lagi nefndu
börnin ákveðin svið leikskólastarfsins, svo sem hópastarf, samverustund, hreyfisvæði,
landasvæði, heimspeki. í fimmta lagi nefndu þau ýmislegt sem flokka má undir vinnu-
brögð. Sem dæmi um það er þessi umræða tveggja stúlkna.
Bryndís: Og læra að teikna fínar myndir og nota ekki sama litinn.
Sif: Maður á ekki að henda myndinni sinni, því að ef maður finnst þær ljótar þá eru
þær ekki ljótar.
R: Já, það er alveg rétt, þær eru ekki ljótar. … Ég er búin að sjá fullt af fallegum
myndum eftir ykkur.
Bryndís: Ef maður mundi ruglast, þá snýr maður bara blaðinu við og byrjar þar.
Hvað gerir starfsfólkið í leikskólanum?
Þegar börnin ræddu í viðtölunum og í spurningaspilinu um hvað starfsfólkið gerði
í leikskólanum nefndu þau fjölbreytt svið sem flokka má undir skiplagningu, um-
hyggju, gæslu, aga og kennslu. atriði sem falla undir skipulagningu voru t.d. fundir,
undirbúningur og samvera í kaffistofunni. Hér er samtal tveggja stúlkna um það.
Bryndís: Þær eru inni á kaffistofu.
Sif: Já og líka hérna í fundarherberginu að tala við mömmuna og pabbana og
kannski [er starfsfólkið] af Gulu og Grænu og Hvítu og Rauðu og Bláu að tala sam-
an um hvað þau eiga að gera með börnin í hópastarfi.
R. Hvað heitir það?
Sif: Fundur.
l e ikskól inn frÁ s jónarHól i Barna