Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 89

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Qupperneq 89
8 R: kvíðið þið fyrir einhverju? að fara í skólann? Nói: að skólastjórinn skammi okkur. R: kvíðirðu fyrir því? Nói: Já. Hjálmar: Ef að hann skammar okkur. R: af hverju haldið þið að hann fari að skamma ykkur? Hjálmar: Ef að við erum óþekk. R: En ætlið þið að vera óþekkir í skólanum? Hjálmar: Ég vil ekki vera óþekkur. R: Nei. ari: Ég vil það. Nói: Ég vil vera geimmaður. ari: Þá verðum við sendir heim og getum leikið okkur. Nói: Já. uMræð­a Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hvernig börn sjá tilveru sína í leikskólum; hvert þau telja vera hlutverk leikskólans, hvernig þeim líður í leikskól- anum, hvernig þau upplifa þátttöku sína í ákvarðanatöku er varðar leikskólastarfið og væntingar þeirra til grunnskólagöngunnar. Rannsóknin byggist á þeirri hyggju að ung börn séu hæf og fær um að vera virkir þátttakendur. Þau hafi eigin rödd; eigin skoðanir og áhuga. Þau hafi rétt til að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á líf sitt og um- hverfi og jafnframt getu til að tjá viðhorf sín og skoðanir. Með því að nota fjölbreyttar aðferðir til að hlusta á raddir barnanna fengust greinargóðar upplýsingar um það hvernig þau líta á leikskólastarfið. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mörg barnanna sáu leikskóladvölina sem eðlilegt skref í lífsgöngu sinni og hluta af samfelldu námsferli meðan önnur litu á leikskólann sem stað til að vera á meðan foreldrar þeirra væru í vinnu. Töluverðs einstaklingsmunar gætti varðandi viðhorf barnanna og óskir um leikefni og viðfangs- efni. Það var einnig mismunandi hve mikið börnin kærðu sig um þátttöku og afskipti fullorðinna. Þessar niðurstöður sýna að óhætt er að taka undir þau varnaðarorð sem Christensen og Prout (2002) og fleiri (Davis, 1998; James og Prout, 1997) hafa sett fram um þá hættu sem fólgin er í því að tala um mikilvægi þess að hlusta á raddir barna, ef þess er ekki gætt að gera ráð fyrir fjölbreytileika. Þau benda á að hafa verði í huga þegar gerðar eru rannsóknir með börnum að börn eru ekki einsleitur hópur með eina rödd. Börn hafa margar raddir og ólík börn geta haft andstæð viðhorf og óskir. Leik- skólastarf þarf því að taka mið af fjölbreyttum þörfum, væntingum, óskum og viðhorf- um barnahópsins sem þar er hverju sinni. Væntingar barnanna til grunnskólagöngunnar voru sömuleiðis einstaklingsbundn- ar; á meðan sum börnin voru full tilhlökkunar að takast á við ný viðfangsefni voru önnur kvíðafull. Varðandi þátttöku í ákvarðanatöku töldu börnin að þau hefðu val innan ákveðins ramma en hefðu lítið um skipulagið sjálft að segja og að hinir full- jó­Hanna e inars­dó­tt i r
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.