Búnaðarrit - 01.06.1967, Page 126
436
BÚNAÖARRIT
verja- og Hrunamannalireppum, en Ólafur og Sigur-
mundur Guðbjörnsson, ráðunautur, í Skeiðahreppi.
í Kjalarnesþingi var Ólafur E. Stefánsson formaður
dómnefnda og lionum til aðstoðar Pétur K. Hjálmsson,
ráðunautur. Sýningar þar voru Iialdnar sem Iiér segir:
í Mosfellslireppi 21. júní, á Kjalarnesi 10. júlí, í Kjós 18.
og 19. júlí og í Garða- og Bessastaðahreppi 16. ágúst.
1 Borgarfjarðarsýslu voru sýningar haldnar 24. til
27. júlí. Jóliannes Eiríksson var formaður dómnefnda
á sýningunum sunnan Skarðsheiðar og auk þess í Lundar-
reykjadal, og var Diðrik Jóhannsson, forstöðumaður sœð-
ingarstöðvarinnar á Hvanneyri, lionum til aðstoðar.
Ólafur E. Stefánsson gegndi dómarastörfum í öðrum
hreppum ofan Skarðslieiðar, og naut aðstoðar Bjarna
Arasonar, ráðunautar, við það starf.
Sérstakar afkvæmasýningar bar að lialda á Austur-
landi, ef á þyrfti að halda. Til þess kom þó ekki, og
er nánar greint frá því í II. kafla þessarar greinar. Hins
vegar voru samkvæmt sérstakri beiðni lialdnar afkvæma-
sýningar á nokkrum nautum í Eyjafirði og S.-Þingeyjar-
sýslu. Fóru þær fram 8. og 9. ágúst, og dæmdi Ólafur E.
Stefánsson afkvæmaliópana. Honum til aðstoðar voru
ráðunautar þessara héraða, þeir Ólafur Jónsson í Eyja-
firði og Skafti Benediktsson í S.-Þingeyjarsýslu. I þessari
ferð voru einnig skoðuð nokkur ung naut á Norðurlandi.
Höfundar þakka ráðunautum á sýningarsvæðunum
ágæta aðstoð og þeim öðrum, sem hlut áttu að máli,
góða fyrirgreiðslu.
I. Sýningar á Suðurlandi
og í Borgarfjarðarsýslu
Suðurlandssvæðið er stærsta sýningarsvæði landsins
miðað við tölu nautgripa. Þar eru um 44% af kúm
landsmanna og um þriðji hluti nautgriparæktarfélag-