Búnaðarrit - 01.06.1967, Page 222
532
BÚNAÐAHRIT
19. Kyndill S294.
20. Búi S295.
21. Kolskjöldur S300.
22. Boði S303.
23. Gyllir S304.
24. Neisli S306.
25. Geisli S307.
26. Húfur S309.
Þessara nauta er nánar getið liér að framan í töflu
III og sumra í lesmáli um I. verðlauna naut og önnur,
sem sýnd voru með afkvæmum.
Á sýningarsvæði Búnaðarsambands Suðurlands eru nú
mörg nautgriparæktarfélög, þar sem kúastofninn ber
sterkan svip ákveðinna nauta eða ættstofna. Við það, að
nautaliald er lagt niður í félögunum, mun þetta væntan-
lega breytast og stofninn verða ósamstæðari að útliti um
skeið, en með ákveðinni stefnu í nautgriparæktinni ætti
bann að verða enn samstæðari að nokkrum tíma liðnum.
Búnaðarsamband Kjalarnesþings
Sýndar voru í 4 búnaðarfélögum 362 kýr, sem er um
fjórðungi færri kýr en komið var með á sýningar fjórum
árum áður. Hlutu 59 I. verðlaun eða 16,3%, 124 II. eða
34,2%, 106 III. eða 29,3% og 73 engin verðlaun eða
20,2%.
I Bf. GarSa- og Bessastaðahrepps voru sýndar 89 kýr,
og ldutu 16 þeirra I. verðlaun, þar af 8 á Setbergi, þar
sem lengi liafa verið afurðamiklar kýr, og 6 á Bessa-
stöðum.
/ Mosfellssveit voru sýndar 85 kýr. Hlutu 13 þeirra
I. verðlaun, þar af 9 á Blikastöðum. Hefur mjólkur-
framleiðsla í lireppnum dregizt nokkuð saman, og gæt-
ir þess reyndar víðar á sambandssvæðinu.
Á Kjalarnesi voru sýndar 56 kýr, og hlutu 14 þeirra
I. verðlaun. Voru 8 þeirra á Bakka og hinar 6 í Brautar-
holti, þar á meðal Skjöldudóttir, sem sýnd var með af-
kvæmum í 2. skipti, svo sem fyrr er frá skýrt. Hlaut