Búnaðarrit - 01.06.1967, Page 224
534
B Ú NAÐARIiIT
fjarðar, Frosti V83 og Þrymur V84, og eru þau talin
sýnd á vegum búnaðarsambandsins í töflu II.
Nf. Skilmannalirepps. Sýnd var 41 kýr. Hlutu 5 I.
verðlaun, og voru 4 þeirra í Galtarliolti. Auk þess voru
skoðaðar kýr á Ferstiklu, þótt sá bær sé ekki á félags-
svæðinu.
Nf. Leirár- og Melasveitar. Af 74 sýndum kúm hlutu 8
I. verðlaun. Af I. verðlauna kúnum má nefna Hyrnu 22
á Leirá, móður Glóa V87, sem er í eigu Búnaðarsam-
bands Borgarfjarðar.
Nf. Andakílshrepps. Sýndar voru 206 kýr í félaginu.
Hlutu 24 þeirra I. verðlaun, þar af 10 á Hvanneyri. Voru
7 I. verðlauna kýrnar undan Frey frá Hesti, sem var í
eigu Sambands nautgriparæktarfélaga Borgarfjarðar á
sínum tíma, og 4 undan öðru nauti í eigu sambandsins,
Víkingi V31. Þrjú naut höfðu verið valin á sæðingar-
stöðina af félagssvæðinu frá næstu sýningu áður, þau
Frosti V83 undan Búkollu II á Hesti, Þrymur V84 und-
an Baulu 2 á Bárustöðum og Ómar V88, sonur Sóleyjar
II 355 á Hvanneyri.
I Skorradalshreppi var lialdin sýning að ósk nokk-
urra bænda þar. Voru sýndar 20 kýr, og lilutu 3 þeirra
I. verðlaun. Auk nauta sambandsins var sýnt nautið
Reynir V82, eign skólabúsins á Hvanneyri, en notað á
sæðingarstöðinni, og blaut það II. verðlaun.
Nf. Lundarreykjadalslirepps. Sýndar voru 125 kýr, og
hlutu 6 I. verðlaun.
Nf. Reykholtsdalshrepps. Sýndar voru í félaginu 180
kýr og hlutu 9 I. verðlaun.
/ Hálsahreppi voru sýndar 56 kýr. Hlutu 2 þeirra I.
verðlaun.
Alls hlutu í Borgarfjarðarsýslu 10 dætur Freys frá
Hesti I. verðlaun, 5 dætur Víkings V31 og 4 dætur
Svarts V21, en færri undan öðrum nautum. Búnaðar-
samband Borgarfjarðar sýndi 9 naut, og hlutu þessi 8
II. verðlaun: