Búnaðarrit - 01.06.1967, Page 249
NAUTGRIPASÝNINGAlí
559
8 I. verðlaun á sýningunum nú. Mjólkursalan ætti að
örva nautgriparæktarstarfsemina, og með notkun góðra
kynbótanauta verður liægt að rækta kúastofninn til af-
urðasemi og bættrar byggingar. Félagið á ekkert félags-
naut, en bið sama gildir og í Hörgslandslireppi, að félag-
ið þyrfti að eiga 2—3 vel ættuð naut, svo að allir félags-
menn gætu notað álitleg kynbótanaut á kýr sýnar.
Bæði nautgriparæktarfélögin í Vestur-Skaftafellssýslu
austan Mýrdalssands liafa aðeins starfað í nokkur ár, en
það má vel rækta upp góðan kúastofn með notkun vel
ættaðra nauta, þar sem til eru ágætar mjólkurkýr á
slarfssvæði beggja félaganna.
II. Afkvæmasýningar á Suðurlantlssvæðinu
og i kyjaiirði
Eftir Ólaf E. Stefánsson
Að þessu sinni bar að lialda afkvæmasýningar á Suður-
landssvæðinu, og voru þar sýnd 11 naut, þar af 2 í
Borgarfirði. Auk þess óskaði Samband nautgriparæktar-
félaga Eyjafjarðar eftir sýningu á tveimur systrahópum,
og var orðið við því.
Á Suðurlandi og 1 Borgarfirði vorum við Jóhannes
Eiríksson báðir við dómstörf af liálfu Búnaðarfélags Ís-
lands, en ég einn í Eyjafirði. Dæmdi bann 4 afkvæma-
liópa á Suðurlandi, þ. e. dætur Barkar S280, og dætur
þriggja yngri nautanna í Laugardælum, Jieirra Kyndils
S294, Búa S299, og Kolskjaldar S300, en ég hina 5 liópana
þar og báða hópana í Borgarfirði og Eyjafirði, alls 9
syslraliópa. Verður nú getið að nokkru sýninganna á
jiessum 13 bálfsystrabópuin.