Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 14
388
BÚNAÐARRIT
ær, virkjamikil, með beina ojí sterka yfirlínu og góða
fótstöðu. Afkvæmin eru livít, hyrnd, Ijósgul á liaus og
fótum, með allmikla, en aðeins liærða ull, Rútur ágæt-
lega holdfylltur á baki, mölum og í lærum, en ekki nógu
fylltur aftan við bóga, Kleopatra, 3 v., djásn að gerð,
tvævetlan sterkleg ær, gimbrarnar fögur ærefni. Rut hef-
ur skilað 8 lömbum á fjórum árum, meðalþungi þeirra
á fæti 42.0 kg.
Rut 507 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Kófa 314, eigandi Eggert Ólafsson, Laxárdal, er heima-
alin, f. Hnakki 114, er lilaut II. verðlaun fyrir afkvæmi
1963, sjá 77. árg., bls. 420, m. Gullhúfa. Rófa er livít,
hyrnd, Ijósgul á haus og fótum, fremur smávaxin, en
lioldþétt, frjósöm, befur átt 9 lömb, alltaf tvílembd
nema gemlingsárið. Afkvæmin eru livít, liymd, ljós eða
ljósgul á liaus og fótum, með frcmur mikla, allgóða ull,
Kjami góð I. verðlauna kind, þó varla nógu fylltur aftan
við l)óga, hrútlambið sæmilegt hrútsefni, gimbrin fagurt
ærefni, ærnar fríðar, jafnvaxnar og álitlegar afurðaær.
Rófa 314 hlaut II. vcr&Iaun fyrir afkvæmi.
C. Búbót 160, Gríms Guðbjörnssonar, Syðra-Álandi, var
sýnd með afkvæmum 1967, sjá 81. árg., bls. 462. Afkvæm-
in, sem fylgja nú, eru öll geysi virkjamikil, bringubreið,
bollöng og rúmvaxin, Goði prúð og fögur kind, sterkur,
lioldgróinn og ullarmikill, var 2. í röð I. heiðursverð-
launa hrúta á liéraðssýningu, 5 dætur Búbótar, sem vom
tvílembdar, skiluðu 37.2 kg af kjöti. Búbót hefur skilað
13 vænum lömbum á 7 árum.
Búbót 160 hlaut öSru sinni I. verSlaun fyrir afkvœmi.
D. Dropa 218, hjá sama eiganda, er heimaalin, f. Sjóli 115,
er lilaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1965 og 1967, sjá 79.
árg., bls. 434, m. Vagga 53. Dropa er hvít, hyrnd, ljós á
haus og fótum, með mikla, hvíta ull, sterkt og frítt höfuð,