Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 50
424
BÚNAÐARItlT
haldið að Viðborðsseli og dómum lýst þar. Að kvöldi
sama dags var haldið samkvæmi í félagsheimili Mýra-
manna að Holti. Þar fluttu dómarar á sýningunni þeir
Ámi G. Pétursson, Sveinn Hallgrímsson og dr. Stefán
Aðalsteinsson stutt erindi, Elías Jónsson, formaður Sauð-
fjárræktarsambands Austur-Skaftfellinga flutti ræðu í til-
efni af 20 ára starfi Sauðf járræktarsambandsins, Stein-
þór Þórðarson, formaður Búnaðarsambands Austur-Skaft-
fellinga flutti Sauðfjárræktarsambandinu kveðjur og
þakkir og Þorsteinn Jóhannsson, Svínafelli, flutti kvæði,
sem ort var í tilefni af sýningarlialdinu. Þá sýndu nokkr-
ar stúlkur fatnað unninn úr gærum, og ennfremur voru
sýndar sútaðar gærur af mismunandi litum og gerð. Að
lokum var stiginn dans.
Svo sem áður er að vikið, var sýningarhaldið að þessu
sinni sérstaklega belgað tveggja áratuga starfi Sauðfjár-
ræktarsambands A.-Skaftfellinga. Hér er ekki rúm til að
rekja sögu þess, þótt verðugt væri. Margir bændur og
áhugamenn um sauðfjárrækt í Austur-Skaftafellssýslu
hafa lagt Sauðfjárræktarsambandinu lið á liðnum árum,
sem vert er nú að þakka. Ekki verður bér reynt að gera
upp blut bvers og eins í þeim efnum, enda þótt bér verði
nafngreind fyrsta stjórn sambandsins, en liana skipuðu
Bjarni Guðmundsson, Benedikt Þórðarson, Valdimar
Stefánsson og Elías Jónsson. Þrír hinna fyrstnefndu eru
nú fallnir frá, en á þessum tímamótum í sögu sauðfjár-
ræktar í Austur-Skaftafellssýslu verður minningin um
þessa sérstæðu menn fersk og hlý. Það Iiefur orðið hlut-
skipti Elíasar á Rauðabergi að fella saman starf tveggja
kynslóða. Er það sú bezta ósk, sem ég á sauðfjárræktar-
sambandinu til banda, að það megi njóta sem allra lengst
þekkingar og forystu þess mikilbæfa sauðfjárræktar-
manns.
RitaS í ágúst 1970.