Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 102
476
BUNAÐARRIT
reyndist að aka um það á stórum, hlöðnum vörubílum,
því varð að færa til fyllingarefni með dráttarvélum og
hjólbörum. Bogaskemmunum og litlu stálgrindaliúsi, er
framleitt var í Blikksmiðju Borgarness, var komið fyrir
á sæmilega sléttri flöt neðst á svæðinu, nálægt Engjavegi.
Um miðjan júlí tóku svo trésmiðir til starfa við innrétt-
ingu gripahúsa. Búfjárræktarráðunautar Búnaðarfélags
íslands réðu innréttingum þeirra. Sýningarstjómin var
bjartsýn á að takast mundi að fá Reykjavíkurborg lil
að greiða hluta af kostnaði við framræslu og jöfnun
landsins, en þær vonir brugðust. Kostnaður vegna úti-
svæðisins reyndist mjög mikill og spurning er, livort
ekki liefði verið fallið frá því að hafa sýninguna í
Laugardalnum og leitað eftir heppilegra landi, ef það
hefði verið vitað fyrirfram.
Unnið var að ýmsum framkvæmdum á útisvæðinu fram
að opnunardegi. Á myndinni á lds. 470 sést skipulag úti-
sýningarinnar. Smávegis hreytingar voru þó gerðar eftir
að kortið var teiknað, t. d. var ckkert hreindýr á sýn-
ingunni, og stálgríndahús Héðins var staðsett fyrir neðan
gróðurhús Sölufélags garðyrkjumanna.
Mjög hagstætt veður var alla sýningardagana. Erfitt
liefði verið að halda útisvæðinu í því ástandi, að það
hefði verið fært gangandi fólki á lágum skóm, ef mikið
hefði rignt meðan á sýningunni stóð.
Skipulag innisýningar
Ákveðið var að nota sýningarbúnað, sem Félag íslenzkra
iðnrekenda keypti fyrir Iðnsýninguna. Þeir liafa síðan
leigt Jiennan húnað öðrum sýningum, sem hafa verið í
Laugardalshöllinni. Uppistöður eru aptonstengur, sem
á voru festir flekar. Þannig var svæðið stúkað í sundnr.
Breidd flekanna er 1,22 m, minnsta mögulega stærð
sýningarstúku gat því orðið 1,22x1,22. Ákveðið var að
minnsta stúkan yrði 1,22x2,44. Þá var dýpt 1,22, en breidd