Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 111
LANDBÚNAÐAKSÝNINGIN
485
hestar voru sýndir í dómhrmg og svo seinna þegar kyn-
bótahryssumar voru sýndar.
Laugardaginn 17. ágúst, liéldu Eyfirðingar héraðs-
vöku. Þar var Ijóðalestur, einsöngur, ræðuhöld og héraðs-
kynning með myndasýningu. Þá um daginn voru hæstu
verðlaunagripir sauðf jár og nautgripa sýndir í dómliring.
Sunnudaginn 18. úgúst. Þá voru kynbótaliross sýnd í
dómhring, unglingamir sýndu kálfa, síðan var allt húfé
á sýningunni sýnt í dómhring. Lúðrasveit Reykjavíkur
lék á útisvæði.
Þennan dag rigndi nokkuð, en það var eini dagurinn,
sem gerði úrkomu meðan á sýningunni stóð.
Alla sýningardagana var sýningin opnuð almenningi
kl. 10,00, en flesta daga var tekið á móti einstaka hópum
fyrir þann tíma, eldra fólki af elliheimilinu og börnum
úr leikskólum og dagheimilum. Venjulega hófust einliver
atriði kl. 11,00 livem dag, það gat verið sérstök véla-
kynning eða fræðsla við sýnisreiti. Eftir liádegi var
alltaf eittlivað um að vera, sýnikennsla, gömlum munum
lýst í þróunardeild, kvikinyndasýningar, og bvifé sýnt
í dómhring.
Yfirleitt fór dagskráin fram samkvæmt áætlun. Sýn-
ingargestir kunnu vel að meta það líf og fjör, sem var
alla daga, því alltaf var eittlivað um að vera, hæði lijá
einstökum sýnendum og svo á vegum sýningarinnar.
Rétt er að geta þess og þakka, að yfirleitt var það
áhugafólk, sem annaðist skemmtidagskrána, án þess að
fá nokkra greiðslu fyrir. Ennfremur lögðu nemendur
skólastjóri og kennarar Húsmæðrakennaraskólans fram
mikla vinnu, áu þess að sýningin bæri nokkurn kostnað
af því. Sýningarstjómin stendur í mikilli þakkarskuld við
skólastjórann, Vigdísi Jónsdóttur, því samdóma álit áhorf-
enda var, að þessi þáttur, sem skólinn annaðist, hefði
verið honum til sóma.