Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 110
484
BUNAUARIUT
inga, Akureyri, Sölufélag garSvrkjumanna, og Osta- og
smjörsalan lögðu til hráefnið í sýnikennsluna. Venjulega
voru áhorfendapallarnir jiéttskipaðir áhugasömum liús-
mæðrum kl. 14,00, 17,00 og kl. 20,00 á hverjum degi,
en það voru fastir tímar ætlaðir sýnikennslu. Alla daga
voru kvikmyndasýningar er hófust kl. 16,00 og héldu
áfram til kvölds. Kvikmyndirnar voru sýndar í sal á
annarri hæð í suðurenda Sýningarhallarinnar. 1 þróunar-
deild var göndum munum lýst livern dag, þar voru 3
gagnfróðir menn, sem skýrðu frá og gáfu sýningargestum
greinargóða lýsingu á munum og notagildi þeirra áður
fyrr. Keppni var í starfsíþróttum mánudaginn 12. ágúst.
Kepptu ]>á piltar í búfjárdómum og dráttarvélaakstri,
en stúlkur í blómaskreytingu og að útbúa ostabakka.
Fyrstu tvo daga sýningarinnar vöktu unglingar af Suður-
landi mikla athygli, þar sem þeir teymdu kálfa í dóm-
hring, er þeir sjálfir höfðu fóðrað og liirt. Mánudaginti
12. ágúst hafði hestamannafélagið Fákur í Reykjavík
sýningu í dómhring. ÞriSjudaginn 13. ágúst var m. a. á
dagskrá kl. 20 hestamannafélagið Hörður með fjöl-
breytta dagskrá í dómhring, kl. 21,00 söng Karlakór
Reykjavíkur á áhorfendapöllum. MiSvikudaginn 14.
áigúsl vöktu fjárliundar Jóhannesar á Kleifum mikla at-
liygli, þar sem þeir ráku fé á sýningasvæðinu, þetta at-
riði var endurtekið daginn eftir. Heslamannafélagið And-
vari og Gustur önnuðust dagskrá um kvöldið. Fimmtu-
daginn 15. ágúst. Auk fjölbreyttra sýninga í dómhring
og fastra liða inni í Sýningarhöll, var haldin héraðsvaka
Skagfirðinga á áhorfendapöllnm um kvöldið. Dagskrá
vökunnar var mjög fjölhreytt, m. a. söng karlakórinn
Heimir úr Skagafirði nokkur lög.
Föstudaginn 16. agúst. Um kvöldið var liéraðsvaka
Dalamanna. Var hún mjög fjölbreytt, kórsöngur, upp-
lestur, ræða og söngur stúlkna með gítarundirleik.
Bændagh'ma hafði verið ákveðin þennan dag, en féll
niður. Það dró til sín marga áborfendur þegar stóð-