Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 170
544
BUNAÐAHRIT
Lokaorð
Kynbótahross voru ekki valin til þátttöku á sýningunni.
Umsóknir voru öllum frjálsar og reyndust liæfilega
margar, að segja má. Atliyglisvert er, live margir stóð-
liestar komu úr Skagafirði. Þeir dæmdust í betri sætin
í flokkunum, t. d. af þeim þremur stóðbestum, er efstir
stóðu í liverjum aldursflokki, voru Hörður 591 og Bliki
652, báðir skagfirzkir og Hrafn 628 undan skagfirzkum
liesti, þótt fæddur sé á Suðurlandi. Dálítið er öðruvísi
varið með uppruna hryssnanna. Þær voru 17 talsins. Tvær
eru fæddar í Húnavatnssýslum og eru einnig þaðan upp-
runnar að ætt til. 15 liryssur eru fæddar á Vestur- og
Suðurlandi. Af þeim eru aðeins 3, sem ekki eiga norð-
lenzka forfeður í annan og þriðja ættlið. Er þetta tal-
andi vottur þeirrar stefnu, er liátt var á lofti hjá hrossa-
ræktarráðamönnum á Suðurlandi á árunum 1950—1960.
Á sýningunni komu fram glæsilegir fulltrúar liorn-
firzku hestanna, en fyrir þeim fór Hrafn 583 frá Árna-
nesi. Hann og sonur hans, Faxi 646, einnig frá Árnanesi,
voru léttviljugastir kynhótahesta á sýningunni. Hrafn
583 er klárliestur með rúmu tölti, en skortir dálítið
fínleika. Faxi 646 er fjölhæfur ganghestur. Þar sem
dómsorð eru allýtarleg með liverju hrossi, eins og að
framan sézt, fjölyrði ég ekki frekar en orðið er um
einstaka sýningargripi.
Ekki er vafi á því, að lirossin drógu að sér inargt
gesta til sýningarinnar, það sýndi fjöhnennið, er lirossa
var von í dómhring. Er það gleðilegur vottur þess, að
ennþá á hesturinn fjölmarga aðdáendur, jafnt í sveit
sem horg. Væri mjög atliugandi að koma á sýningu á
fáeinum kynliótagripum um leið og önnur atriði hesta-
mennsku fara fram á liinu fjölmenna svæði Reykjavíkur
og nágrennis. Færi ég gestum öllum heztu þakkir fyrir
prúðmannlega framkomu og vinsemd þeirra og áhuga á
hrossunum.