Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 157
LANDBUNAÖAIiSYNlNCIN
531
Stig: Bygging 8,00, hæfileikar 8,22, meðalstig 8,11.
Umsögu dómnefndar: Höfuðfríður, mjög prúður,
lundljúfur reiðhestur. Háls fullstuttur og bygging öll í
dýpra lagi, en vöðvar langir og mjúkir, lengd löng, jafn-
vaxin og mjög vel gerð, fætur réttir og góðir, þó lieldur
nástæðir um kjúkur á afturfótum. Vilji ekki snarpur,
en þjáll og viðbúinn. Allur gangur. Hlýðinn og vel tam-
inn góðhestur. Þriðji í röð. Verðlaun kr. 6.000,00.
Nr. 4 í sýningarskrá. Logi 593, frá Bálkastöðum ytri, V.-
Húnavatnssýslu. Rauðstjörnóttur, f. 1957. Eig.: Jóhann
M. Jóhannsson, Bálkastöðum.
Stig: Bygging 8,10, hæfileikar 8,08, meðalstig 8,09.
Umsögn dómnefndar: Viljugur, mjög lundgóður og
prúður reiðhestur. Allur gangur rúmur. Nýtur sín ekki
nú vegna meiðsla. Fjórði í röð. Verðlaun kr. 5.000,00.
Nr. 1 í sýningarskrá. Baldur 449 frá Bóndhóli, Mýra-
sýslu. Móbrúnn, f. 1954. Eig.: Hrossaræktarsamband
Vesturlands.
Stig: Bygging 8,00, liæfileikar 8,00, meðalstig 8,00
Umsögn dómnefndar: Myndarlegur, farsæll nokkuð,
viljugur reiðhestur með ölluin gangi rúmum, cn skortir
fótlyftingu og framgrip. Fætur réttir, en aðeins nástæðir
um kjúkur afturfóta. Allur gaugur, vel vakur reiðhestur.
Fimmti í röð. Verðlaun kr. 4.000,00.
Nr. 6 í sýningarskrá. Silfurtoppur 451 frá Revkjadal,
Árnessýslu. Bleikvindóttur, f. 1952. Eig.: Þorgeir Sveins-
son, Hrafnkelsstöðum, Árnessýslu.
Stig: Bygging 7,90, Hæfileikar 8,10, meðalstig 8,00
Umsögn dómnefndar: Svipharður, ódeigur viljaliestur,
of smár og ekki fíngerður, ber fágætan lit og fallegan.
Höfuðburður og gap lýta ágætan reiðhest með fjölþætt-
um gangi og miklu skeiði. Sjötti í röð. Verðlaun kr.
3.000,00.