Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 138
512
BUNAWAKKIT
Sauðfé
Sauðfé var skorinn þrengri stakkur en öðru búfé á sýn-
ingunni. Sauðfjársjúkdómanefnd og yfirdýralæknir lieini-
iluðu aðeins að sýna sauðfé úr Árnessýslu austan Þjóð-
garðs, Ölfusár og Sogs, þó ekki frá bæjum, þar sem lamba-
Játs, garnaveiki eða annarra sjúkdóma liafði orðið vart
síðastliðin ár. Vegna téðra forsenda urðu afföll frá ýms-
um bæjum á ofangreindu svæði, sem annars höfðu liug
á sýningarþátttöku. Sauðfjárnefnd sýningarinnar lagði
til, að um samkeppnissýningu fjárræktarfélaga á nefndu
svæði yrði að ræða, og var fjárræktarfélögum til ráðu-
neytis um val sýningarfjárins. Þegar fyrir lág frá livaða
bæjum óskað var eftir að sýna fé, framkvæmdi dýra-
læknir beilbrigðisskoðun og úrskurðaði um heimild til
þátttöku.
Samkeppnissýningu var á þann veg háttað að sýna
mátti a) ættarhópa, í hverjum lióp skyldi vera 1 brút-
ur og 3 ær með lömbum, annaðhvort faðir og dætur eða
systkini, þ. e. sonur og dætur sama brúts, b) einstakar
ær með dilkum, en í þeim flokki máttu ekki vera ær,
er mættu í ættarlióp eða öfugt, c) einstakir lirútar, en
þó ekki feður ættarhópa. Þá var í sauðfjárdeild kynn-
ingarsýning án samkeppni á ferhyrningum og mislitu fé,
hrútur, sauðir, ær og lömb. Einnig var kynningarsýning
á geitfé í þessari deild búfjársýningar.
Verðlaunafjárbæðir í samkeppnissýningum voru sem
liér greinir:
Ættarbópar: 1. verðlaun kr. 13.500, 2. verðlaun 8.500,
3. verðlaun 6.500, aðrir ættarliópar kr. 3.500. Einslakar
ær með dilkum: 1. verðlaun kr. 6.000, 2. verðlaun 4.000,
3. verðlaun 3.000, aðrar ær í þeim flokki kr. 1.000. Ein-
stakir lirútar: 1. verðlaun kr. 8.000, 2. verðlaun 5.000,
3. verðlaun 3.000, aðrir einslakir hrútar kr. 500. Þá var
og veitt nokkur umbun fyrir að sýna sauðfé og geitur,
sem stóðu utan samkeppnisflokka.