Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 151
LANDBUNAÐAKSYNINÍÍIN
525
Hross
Búfjárræktarnefiul Landbúnaðarsýningarinnar 1968 skip-
aði 3ja manna nefnd, er leggja skyldi fram tillögur
um þátt lirossa. Voru það Þorkell Bjarnason, lirossa-
ræktarráðunautur, Egill Bjarnason, héraðstáðunautur, og
Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri, að tillögu stjórn-
ar Landssanihands hestamannafélaga, sem boðið var að
lilnefna mann.
Nefnd þessi lagði höfuð áherzlu á sýningu kynbóta-
lirossa og reiðhesta. Þá var hún með ýinis skemmtiatriði
á prjónunum, þar sem knapar á hestum sínum kæmu
fram og minntu á löngu liðna daga úr sögu lands og
þjóðar. Ekki reyndist þó unnl að framkvæma síðari at-
riðin, er nú voru nefnd, en tvö liestamannafélög, Fákur
í Reykjavík og Hörður í Kjósarsýslu, sýndu skrautreið
og fleira skemmtilegt nokkur kvöld, meðan sýningin
stóð. Búnaðarmálastjóri koin strax með ákveðnar tilliig-
ur um verðlaunafé og sprengdi af öll bönd vanans. Svo
rausnarleg verðlaun liöfðu aldrei veriö heitin á nokkurri
húfjársýningu hérlendis. Hér var um landskeppni að
ræða á hrossum, þar sem engar hömlur eru á samgangi
þeirra, andstætt því, sem gildir um nautgripi og sauðfé.
Sýna átti stóðhesta í þrem flokkum, 9 vetra og eldri,
6—8 vetra og 4—5 vetra, sex hesta í liverjum flokki og
verðlaun í öllum flokkum Iiin sömu:
1. verðlaun
2. —
3. —
4. —
5. —
6.. —
kr. 20.000
kr. 10.000
kr. 6.000
kr. 5.000
kr. 4.000
kr. 3.000
Aukaverðlaun fyrir bezta stóðhestinn í hvaða l'lokki,
sem hann yrði: kr. 30.000.