Búnaðarrit - 01.06.1970, Blaðsíða 154
528
UUNAtí A lí R IT
ASslaSa
í iiúsi í’ór vel um hrossin. Gæðingar njóta sín ekki í'ull-
komlega sem sýningargripir nema á góðum reiðbraut-
um. Hinsvegar er ekki hægt að vera með þau þar lát-
laust alla (laga. Verða því margir að láta sér nægja að'
skoða þau í húsi. Er þá nauðsynlegt að hafa gott rými
framan og aftan við þau. Einnig gæti komið til mála
að liafa stóöhestana iausa í stíum, einn og einn. Það
mundi létta þeim dvölina.
Reiðhrautin var ílangur hringur, dómhringur. Var
hann of knappur og deigur á köflum og því erfitt að fá
hross til að sýna sitt bezta.
Dómnefndastörf.
Tvær dómnefndir störfuðu, þrír dómarar í hvorri. önn-
ur dænidi kynbótahross, bæði stóðliesta og hryssur, hin
reiðliestana. Öll þálttökuhross komu á staðinn tveim
dögum fyrir opnun sýningarinnar, og var dómnefnda-
störfum lokið’, er sýningin liófst. Sýningargestum til liag-
ræðis og ánægju voru dómarnir gefnir út fjölritaðir.
Ekkert búfé er jafn erfitt að dæma og hross. Afköstin
og liæfileikana verður dómarinn að meta án fastra tal-
fræðilegra staðreynda. títlitsgerfi og framkoma hesta, er
þeir koma til dóms og sýninga, er ávallt liáð uppeldi,
tamningu, þjálfun og ntoðferð og liæfni knapans.
Þar eru mönnum mjög mislagðar hendur. Mat og þekk-
ing dómarans fer ekki nærri alltaf saman við álil áhorf-
andans, þegar um er að’ ræða hezta kynbótagripinn, sem
dómarinn leitar að’, og um glæstasta sýningargripinn, sem
áhorfandinn vill fá á sinn stað. Þessir hlutir geta oft
fallið saman, en gera það ekki nærri alltaf. Það er þess-
vegna oft erfitt að’ samræma þessi sjónarmið og útilokað
að gera svo öllum líki, enda má það útaf fyrir sig aldrei
verða dómara að leiðarljósi. Á slíkri sýningu sem þess-
ari, er markmið'ið tvíþætt: að kynna stöðu ræktunar-
starfsins og fá seiðmagn lirossanna til að glæð’a álmga