Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 15
MORGUNN
97
þessir miðlar stundum, að þessar vitru verur, oft frægir
látnir menn, séu stjómendur þeirra. Samt eru þessir miðl-
ar aðeins viðtökutæki, sem eins og af tilviljun hafa tekið
á móti hugaráhrifum frá látnum mönnum, sem alls ekki
voru að verka viljandi á þá og standa ekki í neinu beinu
sambandi við þá.
Miðlar, sem engjast sundur og saman, fá krampateygj-
ur í líkamann og líður illa, þegar þeir sofna transsvefn-
inum, eru enn ekki nægilega þjálfaðir, og stjórnendur
þeirra hafa þá enn ekki náð æskilegum tökum á þeim.
Hafi miðillinn sjálfur fastmótaðar hugmyndir, trúar-
legar kreddur, óhagganlegar sérskoðanir, t. d. um trú,
endurholdgun, sjálfsálit mikið o. s. frv., verður það til
hindrunar vitsmunaverunum, sem við sambandið starfa,
og setur sinn svip á orðsendingarnar, sem frá honum koma.
Miðillinn þarf að vera frjáls í hugsun, hlutlaus, óháður
hvers konar stefnum eða „ismum“, og hann þarf að hafa
fengið mikla þjálfun í því að draga sjálfan sig gersam-
lega í hlé og fylla sál sína af þeirri ósk einni, að geta ver-
ið hlutlaus farvegur fyrir göfuga og vitra stjórnendur. Að
slíkum miðli dragast góð og vitur öfl, miðillinn sjálfur fær
þá styrk og handleiðslu og möguleikar opnast fyrir því,
að sannar orðsendingar komi í gegn um hann, sem mörg-
um geta orðið til góðs.
Frú M. T. Longley, sem helgaði sálarrannsóknunum
mestan hluta ævistarfs síns, ritaði í tímaritið The Spirit
World á þessa leið: „Miðilsgáfan er mikill og víðtækur
hæfileiki. Rætur hennar liggja í hjartarótum tilverunnar,
hún er guðleg gáfa. Miðilsgáfan er viðkvæm og hún er
háleit, en það er hægt að fara með hana út á villigötur,
það er jafnvel hægt að ranghverfa henni svo, að hún
verði látin þjóna lágum og óhreinum markmiðum.
Þessi hárfínu viðtökutæki (miðlarnir) geta slitnað og
orðið óhrein fyrir tilverknað þeirra jarðneskra manna,
sem vinna með þeim, og einnig fyrir tilverknað ójarð-
neskra anda, sem eru hrekkjóttir. Hitt er meiri furða,