Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 26
Reimleikinn í svefnherberginu,
I.
Seint í október árið 1910 var fimm fullorðið fólk og
eitt barn statt seint að kveldi í svefnherbergi okkar hjón-
anna að Hafranesi við Reyðarfjörð. Fólkið var það, sem
hér greinir: Guðrún Hálfdánardóttir kona undirritaðs, Lára
Jónsdóttir kaupakona okkar, Guðbjörg Hálfdanardóttir,
systir konu minnar, Lukka Þorsteinsdóttir, sem var föður-
systir konu minnar og stundaði mikið börn okkar í bernsku
þeirra. Var hún að þessu sinni með Friðrik, son okkar
hjónanna, sem þá var á öðru ári. Sat hún með hann í
kjöltu sinni á gólfinu, flötum beinum sem kallað er.
Við hjónin vorum háttuð í rúm okkar, sem að þessu
sinni stóðu sitt hvoru megin í herberginu. Lára sat á stóli
við rúm mitt, Guðbjörg gegnt henni við rúm systur sinn-
ar. Höfðu þær í höndum einhverja sauma, því ljós logaði
þarna og var glóbjart inni. Herbergið var lítið og dyr þess
á þilinu, sem var fyrir gafli rúma okkar, en þó heldur
nær mínu. Lukka sat þannig á gólfinu, að vinstri öxl
hennar bar rétt yfir þrepskjöld dyranna, frá höfðalagi
mínu séð.
Eins og títt er, þegar setið er saman á síðkvöldum til
skemmtana sér, barst tal okkar víða og eigi sízt að ýms-
um dulrænum efnum.
Nokkuru áður en þetta gerðist, höfðu sjómenn, sem lágu
í veri í sjóhúsi á Berunesi (sem er annar bær frá Hafra-
nesi inn með firðinum), orðið varir einhvers ókyrrleika
í húsinu, sem þeir töldu ekki eðlilegan, En svo fór með
þá sögu, þegar rætt var við þá, að þeirra vitnisburðir