Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 40
122
MORGUNN
eða trúarleysi. Hugur hans beindist að því að brjóta nið-
ur efasemdir mínar um það, sem honum var heilagt, van-
trú mína á frelsun og framþróun sálnanna.
Ég hló að honum, barðist gegn honum, ýmist af alvöru
eða með kátínu, eftir því, sem duttlungar mínir sögðu mér
til, og ég aftók að leggja trúnað á svo þokukenndar hug-
myndir. Ég sagðist vita of mikið til þess að geta trúað
slíku. En hann hélt sínu máli fram, án þess að láta særa
sig eða móðga. ,,Draumar“, sagði ég fyrirlitlega, „stafa
af meltingartruflun, og andar eru ekki annað en ímynd-
un.“ Hann átti sjálfur skammt eftir ólifað, og hann vissi
það. Líklega hefur aldrei nokkur karlmaður gefið svo guð-
legan kærleika heimskri konu.
Hann andaðist snögglega nú fyrir skömmu.
Fyrir hér um bil þrem vikum vaknaði ég í rúmi mínu
um nótt, og ég sá hann Ijóslifandi standa hjá mér bros-
andi.
Ég hugsaði óðara: mig er að dreyma, en þetta er ægi-
lega verulegt samt.
„Þig er ekki að dreyrna", sagði hann með sinni eigin
karlmannlegu og hljómríku rödd. Þetta var líkara honum
en mér var geðfellt.
„Hlustaðu á,“ hélt hann áfram, „ég vil að þú vitir, að
mér þykir vænt um að þú hefur látið búa til í garðinum
þessi þrjú þrep, sem við vorum búin að tala saman um.
Ég var hjá þér, þegar þú varst að láta koma þessu fyr-
ir, og ég vissi, að þú varst að gera þetta litla verk í
minningu um mig og vináttu okkar. Ég er oft hjá þér.“
„Þetta er skynvilla“, hrópaði ég harðneskjulega, og ég
vildi ekki trúa því, sem ég heyrði, vegna þess að það
var satt.
„Nei,“ svaraði hann, Ijúflega eins og hans var vandi.
„Þetta er vissulega ég, og ég elska sál þína enn, eins og
ég gerði.“
Þetta var ekki meira, en þetta kom mér úr jafnvægi
og ýtti óþægilega í nokkra daga við þeim hugmyndum