Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 17
Ófögur orð.
1 síðasta hefti Morguns, bls. 7, eru tekin upp nokkur
orð úr „Kristilegu vikublaði". 1 blaði þessu getur höf. til-
vitnuðu greinarinnar þess, að ekki sé vitað „hvað biskup
hefur átt við með að ákveða sérstakt bænarefni um
,,frið“, því að frið við Guð vill hann ékki. ..." i)
Ritað er þetta eftir ræðu biskups á almenna, nýja bæna-
daginn. Og þar með fylgja svo þessi ummæli: „en fyrir
altari þjónaði séra Jón Auðuns, einn alræmdasti anda-
trúarprestur hér á landi, sem með kenningu sinni er í
uppreisn við Guð og Orð Hans.“ Og svo fær séra Sveinn
Víkingur sinn skerf, eftir prédikun í Strandarkirkju, á
þessa leið: „er séra Sveinn Víkingur illrœmdasti og ósvifn-
asti villutrúarprestur hér á landi. Nú mun margur spyrja:
Er það meining biskups að nota fé Strandarkirkju til þess,
að láta Svein Víking leiða fólkið í Selvog(n)um til hél-
vítis með viUulœrdómum og andatrú.“
Eigi veit eg, hvort menn trúa því — en eg vil segja
eins og er — að mér þókti að vissu leyti vænt um þessi
ummæli og undirstrikuðu orð. Ekki þó af því, að þau
séu hugðnæm og umburðarlynd, eða kærleiksrík og kristi-
leg. Heldur af hinu, að slík svívirðingarorð og sleggju-
dómar, án röksemda og sakarefna, um þjóðfræga menn
og mjög almennt vinsæla, — menn, sem forðast lastmæli
og ósamlyndi við andstöðubræður sína á trúmálasviðinu.
1) Orð þessi og önnur síðar hef ég undirstrikað. V. G.