Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 66

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 66
148 MORGUNN Margsinnis sá ég engan minnsta möguleika til þess, að nokkur maður yfirleitt hreyfði þá, hvorki utan háss eða innan. Ég er þó kunnugur ýmsum brellum, sem loddarar nota til þess að líkja eftir fyrirbrigðunum. Hreyfingarnar voru oft þess eðlis, að geysi-torvelt var að koma prett- um við, t. d. að taka hljóðfæri (zithar), sveifla því í loft- inu með miklum hraða og leika jafnframt á það. Þetta vildi oft til, þegar ég hélt um hendur miðils og gæzlu- manns, og engin leið sýndist opin fyrir nokkurn mann til þess að komast inn fyrir netið. Stundum þurfti svo mikið átak til hreyfinganna, að ekkert gat skýrt þær nema laus maður væri inni á svæðinu, sem gæti haft alla sína hentisemi. Á móti þessu talaði tvennt: að engin leið sýndist opin inn á svæðið, og að oft var brugðið upp Ijósi með svo litlum fyrirvara, að slíkur aðstoðarmaður hefði ekkert svigrúm haft til þess að komast undan. Eftir athugun í langan tíma fannst mér engin leið að komast hjá þeirri ályktun: hlutirnir hreyfast oft, ef ekki alltaf, á algerlega óskiljanlegan hátt, án þess að nokkur maður, beinlínis eða óbeinlínis, valdi því á venjulegan hátt. Mér fannst þetta hljóta svo að vera, og eigi að síð- ur eins og mér væri þó ómögulegt að sætta mig við það, trúa því alls kostar. Það er ekki auðvelt fyrir trúlitla að fallast á, að dauðir hlutir hreyfist úr stað án eðlilegra orsaka! Náttúrlega þótti mér sem öðrum mikið vanta er birt- una vantaði. Helzt vildu allir sjá þessar hreyfingar. Ég reyndi nokkrum sinnum að nota ljós af rauðum Ijós- myndalampa, en hafði engin not af því. Bæði lýsti lamp- inn svo illa frá sér og svo var ætíð krafizt, þegar sízt skyldi, að slökkva ljósið. Mér kom þá annað ráð í hug: Það eru til litir, sem lýsa í myrkri. Ef málaður væri lýsandi blettur á hluti þá, sem helzt hreyfðust eða lýsandi dúkur festur á þá, hlaut að mega sjá braut þeirra í myrkrinu, sjá hversu þeir hreyfðust!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.