Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 27
MORGUNN
109
urðu ekki samhljóða. En af þvi, sem hér verður sagt frá,
virðist ástæða að ætla, að þarna hafi þó verið um einhver
sannindi að ræða. En þetta er nú aukaatriði. Að síðustu
barst svo tal okkar að þessari veru, sem hér ræðir um.
Þegar við höfðum dálítið rætt í sambandi við hana, segi
ég: „Þess vildi ég óska, að ég ætti eftir að komast ein-
hvem tíma í tak við þann karl.“
Ég hafði varla sleppt síðasta orði mínu, er ég fékk ósk
mína uppfyllta. Það var sem herbergið fylltist af storm-
andi ofviðri, líkt og þegar gluggi brotnar í ofsaroki og
vindurinn leikur um húsið. Það hvein innan í herberginu
og allt virtist ætla um koll að keyra. Ofsahræðsla greip
kvenfólkið, svo það hljóðaði upp. Lára henti sér upp í
rúmið hjá mér, en Guðbjörg hjá systur sinni. Mér varð
fyrst mjög hverft við, en áttaði mig fljótt og sagði, að
við skyldum vera róleg. Þetta gengi fljótt yfir.
Um leið og þetta byrjaði leit ég til dyra. Sá ég fast
við hurðina kolsvartan kökk eða hnykil, sem valt þar á
sama stað með ofsahraða og stækkaði fljótt, eins og und-
ið væri upp á hann. Þegar hann var orðinn á stærð við
venjulegan fótbolta, hentist hann inn gólf með ofsahraða,
hvarf mér bak við Lukku, sem á sama augnabliki stakkst
kollhnýs fram yfir sig og lenti á grúfu með barnið undir
sig. Hljóðaði hún upp: „Guð hjálpi mér. Hver hrindir mér
svona? Ætlið þið að drepa barnið í höndunum á mér.“
Þetta gerðist allt á augnabliki að kalla og var nú kom-
in kyrrð á allt í herberginu. En þessi augnablik eru þau
ægilegustu, sem ég hef lifað. Áhrifin frá þessu voru hrylli-
leg. Lukka staðhæfði, að eitthvað hefði komið aftan að
sér og steypt sér áfram með snöggu átaki. Hefði sér fyrst
komið í hug, að einhver hefði hrundið snöggt upp hurð-
inni og hún skollið á bak sitt. Hinar allar sáu svarta
hnoðið þjóta inn gólfið og Lára sagði, að þegar það hefði
verið búið að henda Lukku, hefði það þotið fram hjá
sér og hún þá fundið eins og eitthvað flækjast um fætur
sér.