Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 77
MORGUNN
159
var eins og hún færi hvarvetna eldi um landnámið, á
þann hátt, að brenna burtu allan gamla gróðurinn. Ritn-
ingarnar voru rannsakaðar. Biblían varð að merku en al-
gerlega mannlegu sagnriti. Björgin voru klofin og huldu-
fólkið fannst hvergi. 1 rafmagnsbirtunni hurfu reimleik-
arnir. Allt hið dularfulla hvarf, djöflar og englar, draug-
ar, huldufólk, og það lá við sjálft, að Guð gengi alveg
úr móð. Áður hafði hann stjórnað öllu, smáu og stóru,
af miklum vísdómi og enn meiri kærleika, hlustað á bæn-
ir manna og slakað til, þegar bænin kom frá trúuðu hjarta.
Nú komu náttúrulögin og tóku við stjórninni, meðvitund-
arlaus og ósveigjanleg. Allt varð háð föstu órjúfanlegu
orsakalögmáli, heyrnarlausu fyrir öllum bænum mann-
anna. Sjálfur vilji þeirra varð háður því og frjálsræðið,
sem skuldinni fyrir syndafalliö hafði verið skellt á, reynd-
ist minna en ekkert. Ef spurt var svo um, hversu nátt-
úrulögmálið hefði til orðið, hver sá mikli löggjafari væri,
er það hefði sett, var svarið fljótsagt: Enginn! Það hafði
verið til frá eilífð, þau tvö hjúin, aflið og efnið. Þau voru
uppspretta alls.
Það var bjart yfir þessum heimi, fullum af skýrum
rökum í ótal greinum, og hvervetna sýndist reynslan styðja
þessa nýju heimsskoðun, sem virtist renna grun í, hversu
í öllu lægi í heiminum.. Það mátti greina allt sundur í
svo algerlega aðgreinda flokka: liið þekkjarilega og hið
óþekkjarilega (Spencer). Hið þekkjanlega hlaut allt að
lúta svipuðum lögum og liið marga, sem ljóst var orðið,
en hið óþekkjanlega, t. d. hvað tæki við eftir gröf og
dauða, var ekki til neins að hugsa um, því það hlaut til
eilífðar að vera óþekkjanlegt og allt draumórar og skáld-
skapur, sem um það var sagt. Þessi mikla heimsskoðun
lukti þannig um alla tilveruna eins og Miðgarðsormur-
inn um lönd öll. Takmörk mannsandans voru fundin,
aðeins eftir að rækta upp ýmsa bletti innan girðingar-
innar. Út yfir hana komst enginn. öll kraftaverk og kynja-
sögur voru að sjálfsögðu hreinasta hjátrú. Allt, hvert ein-