Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 64
146
MORGUNN
í öðrum enda stofunnar, og þar sat aðeins formaðurinn
milli tveggja vantrúaðra. Það sýndist því óskiljanlegt,
hver gat blásið þannig.
Rétt á eftir talar annar þeirra kumpána einhver ókvæð-
isorð, að mér heyrist, fast við andlit mér. Ég rek hnef-
ann af alefli út í loftið og hyggst að gefa honum duglegt
kjaftshögg, en — gríp í tómt, eins og vant var.
Eftir nokkra stund hættir ókyrrðin. Þeir ósýnilegu fé-
lagarnar sýnast nú hálfu þróttminni en fyrr. Eftir þetta
ber ekkert til tíðinda nema hvað högg heyrast nokkrum
sinnum á miðjum vegg stofunnar, sem tala mátti við og
einu sinni eða tvisvar reyndi ný kvenmannsrödd að segja
nokkur orð, en af þeim skildust örfá.
Þegar miðillinn var vaknaður og ljós kveikt, mátti sjá
á rispu eftir stólinn á veggnum, að hann hafði lyfzt 35
centímetra upp í loftið, þetta sannaði ekki, hvernig hann
hafði lyfzt.
Það er næsta lítið, sem við fræðumst af þessu, nema
það, að við höfum ekki orðið áskynja að brögð væru
höfð í frammi. Víst er það og, að torvelt er að skýra bæði
þennan hvalablástur og höggin á veggnum. En við erum
nú orðnir þessu vanir, svo við undrumst þetta ekki. Þvert
á móti: Við hefðum máske orðið öllu frekar hissa, ef ekk-
ert kynlegt hefði borið til tíðinda.
Þetta sýnir bezt, að fyrirbrigðin hafa haft meiri áhrif
á okkur en við vitum ljóslega af.
Og eigi að siður: Það er eins og okkur sé ómögulegt
að trúa þeim. Líklega þarf maður að venjast þeim í lang-
an tíma til þess að geta trúað svo vitlausum og lygileg-
um hlutum.
V.
4/2. ’ll. Þú hefur nú séð, lesari, hvað til tíðinda bar
á þrem fundum í draugafélaginu og hversu ég reyndi að
athuga fyrirbrigðin. Þó hef ég talið fátt eitt af því, sem