Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 47

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 47
MORGUNN 129 „Árið 1932 kom ég aftur heim til Danmerkur til lang- dvalar. Ég varð að hjálpa móður minni til að annast föð- ur minn, sem hafði veikzt af inflúenzu og var svo mátt- farinn orðinn, að við bjuggumst við að svo kynni að vera að hann ætti ekki langt eftir ólifað. Ekki svo að skilja, að hann væri að dauða kominn, en hann var orðinn svo þróttlítill. Faðir minn hafði beðið mig um að búa heima, því að hann mætti ekki til þess hugsa, að mamma væri ein heima, ef eitthvað kæmi fyrir. Marie Louise systir mín var líka heima, en ég var eldri og vanari að taka sjálf ákvarðanir, svo að pabba fannst öruggara að vita mig heima. Dag nokkurn fékk ég bréf, sem kallaði mig til Kaup- mannahafnar í þýðingarmiklum fjármálaerindum fyrir sjálfa mig. Ég spurði pabba, hvort það væri ráðlegt að ég færi. Hann kvaðst ekki vera lasnari venju fremur. Ég fór og flýtti mér auðvitað heim aftur. En um nóttina veiktist ég í lestinni, fór út í Odense og fékk herbergi í hóteli, sem ég var vön að búa í og vissi, að ég mundi óðara fá heita bakstra, sem ég þurfti að fá. En mátti ég gera það? Vera kynni, að pabbi andaðist þessa nótt, en ég hafði heitið honum því að standa við hlið móður minnar, þegar sú stund kæmi. Ég fékk mér blýant og blað, lagði höndina á blaðið og bað um leið sögn að handan, hvort mér væri óhætt að vera um nóttina í Odense. Svarið kom og á pappírinn skrifaðist: ,,Faðir þinn deyr á hvitasunnumorgun “ Þetta var á þriðjudag fyrir hvítasunnu, og ég var um nóttina í Odense. Þegar ég kom heim, var enga breyt- ingu að sjá á föður mínum. Hann bauð mig glaðlega vel- komna aftur heim. Ég var nærri búin að gleyma blaðinu, sem orðsending- in hafði skrifazt á um nóttina — en ég geymdi það vand- lega — og dagarnir liðu, án þess nokkur breyting yrði á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.