Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 41

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 41
MORGUNN 123 um tilveruna, sem ég hafði gert mér áður. Þá tókst mér að draga hulu yfir þetta undarlega miðnæturatvik, og ég fann ýmsar leiðir til að skýra þetta atvik eftir geðþótta mínum. Ég sannfærði sjálfa mig um, að þessi nætursýn hefði orsakazt af slæmri meltingu, sorg minni, hinni sí- lifandi minningu, sem ég bar um vin minn, eða þá af ein- hverjum leyndum ótta um andlega velferð mína í fram- tíðinni, eða af einhverju öðru. Og að lokum fann ég aft- ur fullkomna hvíld í hinni fyrri trú minni á, að ekkert væri til eftir dauðann. Nú leið ein vika, og aftur vaknaði ég um miðja nótt við það, að vinur minn stóð brosandi hjá mér. Nú var þetta enginn skuggi eða óljós svipur. Þetta var hann sjálf- ur, ljómandi og áþreifanlegur. Ég kallaði: ,,Ég veit, að það er ekki annað en ímynd- un, að ég sjái þig. Auðvitað er það ímyndun, því að ég veit, að það er ekkert til og getur ekkert verið til eftir dauðann.“ „Yndið mitt,“ svaraði hann, „það er vegna þess að þú hugsar svona, að ég er kominn aftur, til þess að sannfæra þig um að ég lifi. Mig langar svo til að þú getir síðar komið hingað til mín, en ef þú sannfærist ekki, verður að líða langur tími þangað til við getum aftur verið saman.“ „Hvernig heldur þú að þú getir sannfært mig nú, fyrst þá gazt ekki sannfært mig allan tímann, sem við vorum saman?“ spurði ég á móti. „Trúir þú, að Kristur hafi lifað og dáið?“ „Jú, hann kann að hafa gert það, líklega hefur hann gert það, en hvað kemur það þessu máli við?“ „Trúir þú því, að krossinn sé merki hans?“ „Vitanlega. Það gera allir,“ svaraði ég, dálítið viðutan. „En hversvegna ertu að leggja fyrir mig þessar gagns- lausu og margþvældu spurningar?” „Heldur þú að Kristur kæri sig nokkuð um þig?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.