Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Side 41

Morgunn - 01.12.1951, Side 41
MORGUNN 123 um tilveruna, sem ég hafði gert mér áður. Þá tókst mér að draga hulu yfir þetta undarlega miðnæturatvik, og ég fann ýmsar leiðir til að skýra þetta atvik eftir geðþótta mínum. Ég sannfærði sjálfa mig um, að þessi nætursýn hefði orsakazt af slæmri meltingu, sorg minni, hinni sí- lifandi minningu, sem ég bar um vin minn, eða þá af ein- hverjum leyndum ótta um andlega velferð mína í fram- tíðinni, eða af einhverju öðru. Og að lokum fann ég aft- ur fullkomna hvíld í hinni fyrri trú minni á, að ekkert væri til eftir dauðann. Nú leið ein vika, og aftur vaknaði ég um miðja nótt við það, að vinur minn stóð brosandi hjá mér. Nú var þetta enginn skuggi eða óljós svipur. Þetta var hann sjálf- ur, ljómandi og áþreifanlegur. Ég kallaði: ,,Ég veit, að það er ekki annað en ímynd- un, að ég sjái þig. Auðvitað er það ímyndun, því að ég veit, að það er ekkert til og getur ekkert verið til eftir dauðann.“ „Yndið mitt,“ svaraði hann, „það er vegna þess að þú hugsar svona, að ég er kominn aftur, til þess að sannfæra þig um að ég lifi. Mig langar svo til að þú getir síðar komið hingað til mín, en ef þú sannfærist ekki, verður að líða langur tími þangað til við getum aftur verið saman.“ „Hvernig heldur þú að þú getir sannfært mig nú, fyrst þá gazt ekki sannfært mig allan tímann, sem við vorum saman?“ spurði ég á móti. „Trúir þú, að Kristur hafi lifað og dáið?“ „Jú, hann kann að hafa gert það, líklega hefur hann gert það, en hvað kemur það þessu máli við?“ „Trúir þú því, að krossinn sé merki hans?“ „Vitanlega. Það gera allir,“ svaraði ég, dálítið viðutan. „En hversvegna ertu að leggja fyrir mig þessar gagns- lausu og margþvældu spurningar?” „Heldur þú að Kristur kæri sig nokkuð um þig?“

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.