Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 59
MORGUNN 141
sem fyrir mig bar þarna á hlaðinu og nú hefur verið lýst,
og er þessi draumur ekki lengri.
Nú liðu 3 ár. Þá er ég sendur að Kálfborgará í Bárðar-
dal. Það var mín fyrsta ferð þangað í dalinn. Þegar ég
kem á hæðina norðan við Úlfsbæ, finnst mér ég hafa kom-
ið þarna áður, og kannast við allt, sem fyrir augun ber,
.eins og ég væri þarna gagnkunnugur.
Ég held svo áfram eins og leið liggur, og heim að Kálf-
borgará. Ég þarf ekki að lýsa undrun minni, er ég sá, að
þarna á hlaðinu er allt það sama að gerast og eg sá í
draumnum fyrir þremur árum. Vissi nú bara, hvað bær-
inn hét, og fékk það upplýst, að skeifan undir klaufar-
hófinn var kölluð sláarskeifa, notuð til þess að skeifan
glenntist ekki út og hlífði betur bilaða hófnum, gat jafn-
vel orðið til þess að lækna hófinn.
Þannig reyndist það mér síðar í mínum búskap.
24. júlí 1950,
Guðm. Stefánsson.
Það, sem engism jarðneskur maður vissi.
Dennis Bradley, alkunnur rithöfundur, segir frá lög-
fræðingi einum, konu hans og dætrum, sem voru nákunn-
ug miðli einum og sóttu stundum fundi hjá honum. Lög-
fræðingurinn andaðist, og síðar missti ein dóttir hans
ungbam, sem allir höfðu talið mjög hraust, en var dáið
í rúmi sínu einn morguninn.
Áður en líkskurður fór fram fór ekkja lögfræðingsins
á fund hjá miðlinum. Þar virtist eiginmaður hennar koma
í sambandið. Hann talaði um litla barnið, kvaðst annast
það, og sendi dóttur sinni huggunarorð. Hann sagði við
konu sína, að barnið hefði ekki getað lifað lengur, það