Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 72
154
MORGUNN
Ég man aðeins eftir einu atviki, sem ég get varla skilið.
Samkoma var eitt sinn haldin úti í bæ. Ég var þar ekki
viðstaddur. Þar hafði talað rödd norðlenzkrar konu, sem
enginn viðstaddur þekkti, og talið var víst, að miðillinn
hefði aldrei heyrt eða séð. Kona þessi var dáin fyrir fám
árum og var ég henni gagnkunnugur. Hún var einkenni-
leg í orðbragði og ýmsu fasi, en þó ekki á þann hátt sem
auðvelt væri að lýsa eða herma eftir. Á næstu samkomu
kemur svo kona þessi stutta stund, og hún var svo lík
konunni í lifanda lífi, að vel hefði mátt halda að hún væri
þar lifandi komin. Ég minntist á eitt af börnum hennar;
hún svaraði mjög náttúrlega.
Ef óyggjandi vissa hefði verið fyrir því, að miðillinn
hefði aldrei séð eða heyrt konuna, þá hefði þetta verið
nálega úrslitasönnun í mínum augum.
öðru sinni talaði við mig gamall kunningi. Hann var
nauðalíkur sjálfum sér í hugsunarhætti og málfæri, en
miðillinn hafði þekkt hann. Það var kækur hans að segja
einstöku sinnum orðskrípi nokkurt, sem fáum var kunn-
ugt. Ég sagði þá byrjunina, en hann bætti óðara við
niðurlaginu. Mér knykkti við. Síðar var mér sagt, að mið-
illinn hefði þekkt orðatiltækið, svo sönnunin var engin.
Aftur spurði ég mann þenna hvað eftir annað um hlut,
sem ég einn vissi og honum hlaut að vera minnisstæður.
Því gat hann aldrei svarað!
Hvað lá nú nær en að álíta allt þetta ,,tal“ raddanna
einhvers konar sjálfrátt eða ósjálfrátt búktal frá miðlin-
um? Ég fór fram á það oftar en eitt sinn að fá að styðja
fingrinum á barkakýli miðilsins meðan raddirnar létu til
sín heyra, einhvers staðar í herberginu. Mér ■ var ekki
leyft það. Þá var og annað, sem eindregið studdi búktals-
gruninn: Aldrei talaöi nema ein rödd i senn, ekki svo að
ég þyrði að fullyrða það með vissu, en oft skiptust radd-
ir á með svo litlu millibili að illt var að fullyrða, hvort
síðari röddin gripi ekki fram í fyrir hinni fyrri.
Flestir eldri félagar trúðu ekki, að hér væri um búk-