Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 29
MORGUNN 111 lenti eitthvað inn í fjörð. Leið svo fram í júlí. Fór ég þá inn á fjörð að horfa eftir hnýsum, því beituleysi var mik- ið, en hnýsuinnýfli góð beita. Með mér var unglings- piltur, sem var vinnumaður hjá mér. Enga hnýsu sáum við og réði ég því af að halda heim sem skjótast. En þar sem við vorum fyrir innan Berunes, ákvað ég að taka nú fyrmefnt segl, og það því fremur, að komin var hagstæð gola. Ég sendi piltinn, sem með mér var, heim að bænum, því enginn var staddur við sjóhúsin. Þegar hann var farinn, settist ég á grunninn á þurrk- hjalli, sem þarna er. Var þar skjól fyrir golunni og sól í heiði skein þarna beint á mig. Beint á móti mér og örskammt frá, var norðurgafl sjó- húss, sem þarna stendur í fjörunni. Er það býsna stórt. Grafið inn í háan bakka og gengið inn á loft þess um kvistdyr, af bakkanum. Gluggar eru á báðum stöfnum, sem lýsa inn á loftið. Blasti annar glugginn við mér. Langt er til sjávar á Berunesi og bærinn í hvarfi frá sjónum. Ég hafði nú beðið þarna æði lengi og stöðugt horft við og við upp á Hjallaurinn, sem byrgir útsýn heim að bænum. Varð mér þá snögglega litið til sjóhússins og sé um leið mann, sem er rétt að hverfa fyrir húshornið til vinstri handar á gaflinum, sem að mér sneri. Sýndist mér maður þessi á mógráum vaðmálsfötum. Gaf honum þó minni gaum en skyldi, af því ég taldi í augnabliki, að þetta væri eðlilegur maður. Spratt ég upp úr húsi mínu og hélt til hússins, en sagði um leið allhátt við sjálfan mig: „Hvaða leið hafa þeir komið, að ég skuli ekki hafa séð til þeirra.“ Ég gekk rakleitt að húsdyrunum og ætlaði inn, en þar var læst, eins og áður. Hugði ég þá, að maðurinn hefði gengið kring um húsið og farið inn á loftið um dymar uppi á bakkanum, en þær voru líka læstar. Þótti mér þetta nokkuð kynlegt, en fékkst þó ekki um. Gekk ég aftur til hjallsins og settist á sama stað og áður. Sat ég þarna um stund og var nú farið að leiðast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.