Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 29
MORGUNN
111
lenti eitthvað inn í fjörð. Leið svo fram í júlí. Fór ég þá
inn á fjörð að horfa eftir hnýsum, því beituleysi var mik-
ið, en hnýsuinnýfli góð beita. Með mér var unglings-
piltur, sem var vinnumaður hjá mér.
Enga hnýsu sáum við og réði ég því af að halda heim
sem skjótast. En þar sem við vorum fyrir innan Berunes,
ákvað ég að taka nú fyrmefnt segl, og það því fremur,
að komin var hagstæð gola.
Ég sendi piltinn, sem með mér var, heim að bænum,
því enginn var staddur við sjóhúsin.
Þegar hann var farinn, settist ég á grunninn á þurrk-
hjalli, sem þarna er. Var þar skjól fyrir golunni og sól í
heiði skein þarna beint á mig.
Beint á móti mér og örskammt frá, var norðurgafl sjó-
húss, sem þarna stendur í fjörunni. Er það býsna stórt.
Grafið inn í háan bakka og gengið inn á loft þess um
kvistdyr, af bakkanum. Gluggar eru á báðum stöfnum,
sem lýsa inn á loftið. Blasti annar glugginn við mér. Langt
er til sjávar á Berunesi og bærinn í hvarfi frá sjónum.
Ég hafði nú beðið þarna æði lengi og stöðugt horft
við og við upp á Hjallaurinn, sem byrgir útsýn heim að
bænum. Varð mér þá snögglega litið til sjóhússins og sé
um leið mann, sem er rétt að hverfa fyrir húshornið til
vinstri handar á gaflinum, sem að mér sneri. Sýndist mér
maður þessi á mógráum vaðmálsfötum. Gaf honum þó
minni gaum en skyldi, af því ég taldi í augnabliki, að þetta
væri eðlilegur maður. Spratt ég upp úr húsi mínu og hélt
til hússins, en sagði um leið allhátt við sjálfan mig: „Hvaða
leið hafa þeir komið, að ég skuli ekki hafa séð til þeirra.“
Ég gekk rakleitt að húsdyrunum og ætlaði inn, en þar
var læst, eins og áður. Hugði ég þá, að maðurinn hefði
gengið kring um húsið og farið inn á loftið um dymar
uppi á bakkanum, en þær voru líka læstar. Þótti mér
þetta nokkuð kynlegt, en fékkst þó ekki um.
Gekk ég aftur til hjallsins og settist á sama stað og
áður. Sat ég þarna um stund og var nú farið að leiðast