Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 57

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 57
MORGUNN 139 sjálfum sér, hvort nokkur væri á ferðinni niðri í húsinu um þetta leyti nætur. Á næsta augnabliki varð honum ljóst, að þetta var hljómur af sporum, og þá heyrði hann fótatak færast hægum skrefum upp þrepin. Hann heyrði gestinn ókunna nema staðar eitt augnablik á þröskuldi riddarasalsins, ganga síðan hægum en föstum skrefum í kring um borðið, sem var í miðjum salnum. Nú var gest- urinn á leiðinni að dyrunum inn í vinnuherbergið, þar sem Heidenstam sat. Eins og steingervingur sat rithöfundurinn hreyfingar- laus, hélt niðri í sér andanum af spenningi og horfði út í myrkrið í opnum dyrunum. Ennþá nokkur skref og þá birtist gesturinn í öllum sínum konunglega virðuleika á þröskuldinum. Það var sjálfur Karl XII., sem stóð þama þögull og virti fyrir sér skáldið, sem einmitt var að ljúka við að skrifa ævisögu hans, og hafði nýlokið við að skrifa um andlát hans. 1 horni milli dyragættarinnar og annars gluggans, vinstra megin gegnt skrifborðinu, var stóll, og í stólinn settist konungurinn. Hann var berhöfðaður, sköllóttur, en hárið í vöngunum kembt upp. 1 hvítum hönzkum hvíldu hendur hans á skildinum, sem lá á knjám hans. Rödd hans hljómaði eins og silfurbjalla, er hann sagði þessi orð: Minnztu þess, að síðustu nóttina, sem ég liföi, baö ég tíl Guðs. Eins og viðutan og lostinn undrun grúfði Heidenstam andlitið í hendur sér. Þegar hann leit upp var stóllinn auður og konungurinn horfinn. Árangurslaust reyndi hann að hlusta eftir fótataki gestsins frammi í riddarasalnum. Grafarþögn hvíldi yfir öllu. Stundirnar liðu. Dögunin kom. Skáldið sat kyrrt í stólnum sínum, undrandi, óskynja og forviða. Um morguninn hjálpaði fólkið í húsinu honum í rúmið, og gaf honum sterkan og heitan drykk, en dög- um saman var hann að jafna sig eftir þessa nótt. Þegar hann var búinn að jafna sig eftir áfallið, sem hann hafði orðið fyrir um nóttina, og var farinn að sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.