Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 50
132 MORGUNN neska gjöf, sem þá er að eilífu horfin úr tilverunni. Sökn- uðinn skilur maður fyrst, þegar maður kynnist honum sjálfur. Fyrir handan, „hinu megin við fljótið", eru engir foreldrar í jarðneskum skilningi til, heldur andar, sem maður fær nýjar samvistir við með samræmi og hamingju. En hin barnslega öryggiskennd, sem er bundin foreldra- hugtakinu, er aðeins til á jörðunni. Hún er sér-jarðnesk blessun.“ Eftir að ég hafði flutt fyrirlestra mína um dulræn efni, streymdu til mín frásagnir frá fólki, sem ýmist hafði orð- ið fyrir sömu reynslu og ég eða annarri sjálfstæðri reynslu. Jarðeigandafrú nokkur skrifaði mér á þessa leið: Sonur hennar hafði verið í dönksu andstöðuhreyfing- unni, en hún óttaðist ekki um hann, því að hún vissi, að hann var á leiðinni til Englands. Frúin er ekki spíritisti, hún er hákirkjukona. Sannarlega eru margir spíritistar sannkristnir menn, en aðrir álíta, að ekki geti farið sam- an að vera spíritisti og að vera kristinn, þeir um það. Frúin sat að morgunverði, en var að skrifa minnisblað, því að hún ætlaði á hjólhesti inn í borgina, til þess að gera kaup í verzlunum. Skyndilega varð hún vör ein- kennilega djúps friðar í stofunni. Hún hætti að skrifa, kyrrðin var svo djúp, að hún greip athygli hennar. Hún leit nú upp, og þá sá hún háa ljósklædda veru við glugg- ann. Veran gekk hægum skrefum fram hjá henni og hvíti hjúpurinn dróst eins og slóði eftir gólfinu. Þegar veran nálgaðist dymar, leystist hún upp og hvarf. Fyrsta hugs- unin, sem greip frúna, var þessi: Ef eitthvað hefur kom- ið fyrir drenginn minn, þá er þetta aðvörun til mín um það. En hún vildi ekki gefa sig neinum ótta á vald, hún var sannfærð um að sonur hennar væri heilu og höldnu á leiðinni til Englands. Hún fór út, tók hjólhestinn sinn og lagði af stað. En óskiljanleg angist náði valdi á henni, svo að hún greip það ráð að snúa við og fá mann sinn til þess að fara með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.