Morgunn


Morgunn - 01.12.1951, Page 50

Morgunn - 01.12.1951, Page 50
132 MORGUNN neska gjöf, sem þá er að eilífu horfin úr tilverunni. Sökn- uðinn skilur maður fyrst, þegar maður kynnist honum sjálfur. Fyrir handan, „hinu megin við fljótið", eru engir foreldrar í jarðneskum skilningi til, heldur andar, sem maður fær nýjar samvistir við með samræmi og hamingju. En hin barnslega öryggiskennd, sem er bundin foreldra- hugtakinu, er aðeins til á jörðunni. Hún er sér-jarðnesk blessun.“ Eftir að ég hafði flutt fyrirlestra mína um dulræn efni, streymdu til mín frásagnir frá fólki, sem ýmist hafði orð- ið fyrir sömu reynslu og ég eða annarri sjálfstæðri reynslu. Jarðeigandafrú nokkur skrifaði mér á þessa leið: Sonur hennar hafði verið í dönksu andstöðuhreyfing- unni, en hún óttaðist ekki um hann, því að hún vissi, að hann var á leiðinni til Englands. Frúin er ekki spíritisti, hún er hákirkjukona. Sannarlega eru margir spíritistar sannkristnir menn, en aðrir álíta, að ekki geti farið sam- an að vera spíritisti og að vera kristinn, þeir um það. Frúin sat að morgunverði, en var að skrifa minnisblað, því að hún ætlaði á hjólhesti inn í borgina, til þess að gera kaup í verzlunum. Skyndilega varð hún vör ein- kennilega djúps friðar í stofunni. Hún hætti að skrifa, kyrrðin var svo djúp, að hún greip athygli hennar. Hún leit nú upp, og þá sá hún háa ljósklædda veru við glugg- ann. Veran gekk hægum skrefum fram hjá henni og hvíti hjúpurinn dróst eins og slóði eftir gólfinu. Þegar veran nálgaðist dymar, leystist hún upp og hvarf. Fyrsta hugs- unin, sem greip frúna, var þessi: Ef eitthvað hefur kom- ið fyrir drenginn minn, þá er þetta aðvörun til mín um það. En hún vildi ekki gefa sig neinum ótta á vald, hún var sannfærð um að sonur hennar væri heilu og höldnu á leiðinni til Englands. Hún fór út, tók hjólhestinn sinn og lagði af stað. En óskiljanleg angist náði valdi á henni, svo að hún greip það ráð að snúa við og fá mann sinn til þess að fara með sér.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.