Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 71
MORGUNN
153
af þessum draugum alveg ofan í mig og segir: „Og helv.
blóðið!“ fast við nefið á mér.) Á sömu sekúndu blossaði
blysið upp og lýsti allt svæðið!----Hvað sé ég? Miðil-
inn hanga niður á stól sínum í sömu stellingum og gæzlu-
maður hafði skýrt frá, alla fundarmenn í sætum sínum
og ekkert, ekki minnstu vitund afbrigðilegt! Ég varð hálf-
hvumsa. En rétt á eftir rekur einn gamansamur náungi
af ósýnilega liðinu upp skellihlátur og segir: „Þú ert
nokkuð vitlaus, að halda að þessir kumpánar séu ekki
fljótari en þú! Þeir hafa vit á því að forða sér undan
birtunni!" *)
Þrátt fyrir það, að stjómandinn væri ætíð spurður,
hvort kveikja mætti, þá var oft brugðið upp ljósi með afar-
stuttum fyrirvara, svo stuttum, að ekkert verulegt var
hægt að gera á svo kröppum tíma, sem aðeins skipti fám
sekúndum. Þegar spurt var: „Má kveikja?", svaraði hann
oft samstundis: „Já.“ Öðara lýsti rafblys eða eldspýta.
Sérstaklega útilokaði þetta, að maður, sem kynni að vera
inni á svæðinu, gæti forðað sér undan, en mér lék oftast
meiri grunur á slíkum aðstoðarmanni en nokkurn tíma
miðlinum.
VL
11/2. ’ll. Ég hef áður minnzt stuttlega á hvað draug-
arnir sögðu. Margir munu segja, að þeir hafi oft og einatt
talað svo einkennilega að fullvissa væri fengin fyrir því,
að röddin væri sá dáni maður, sem hún sagðist vera. Ef
þetta hefði sannazt ómótmælanlega, þá þurfti ekkert frek-
ar vitnanna við. Veruleiki fyrirbrigðanna og uppruni
þeirra var þá sannaður, áframhald lífsins og persónuvit-
undar eftir dauðann o. fl. — Ég varð einskis var, sem
mér þótti sæmileg sönnun í þessa átt. Þvert á móti fannst
mér margt því líkast sem miðillinn sjálfur talaði, ef ekki
vakandi, þá upp úr þessum kynjasvefni.
*) Það er eitt í fari drauganna: þeir þúa hvern mann.