Morgunn - 01.12.1951, Blaðsíða 48
130
MORGUNN
Þó varð ein breyting, sem ég tók ekki eftir fyrr en síðar:
litli kötturinn, sem elskaði dýravininn, föður minn, mikið,
hætti að fást til að koma upp í rúmið til hans.
Snemma á hvítasunnumorgun vaknaði ég við það, að
móðir mín kallaði á mig við stigauppganginn, en ég svaf
á efri hæð hússins. Ég vissi þegar, að aðvörunin til mín
var að reynast sönn. Yfir föður mínum var sama kyrrð-
in og friðurinn í dauðanum, sem verið hafði í lífinu. Eng-
inn snefill af ótta við dauðann var til í honum, enda hafði
hann verið sannfærður spiritisti frá því, er ég man fyrst
til mín.
Hann hafði ekki svo mikla meðvitund, að hann gæti
raunverulega kvatt okkur, en hann hóf höfuðið hátt og
við sáum svip hans breytast. Það var eins og hann sæi
eitthvað undursamlegt og stórt, og í ásjónu hans var af-
máluð djúp og háleit lotning fyrir því, sem hann var að
sjá, svo hneig höfuð hans niður og hann var látinn.
Þetta var á hvítasunnumorgun Tdukkan hálf níu.
ÍJti á landinu tíðkast það, að góðir nágrannar komi og
beri lík hins látna út meðan sálmur er sunginn. Meðan
sálmurinn var sunginn yfir líki hans, varð mér litið í eitt
homið á stofunni, og ég sá þar eitthvað hreyfast. Þar
sá ég föður minn.
Hann sá mig ekki. Hann eins og hálfsat uppi og leit út
líkt sjúklingi, sem er í afturbata. Hann sat í einhvers
konar hægindi. Hann leit þreytulega út, líkt og sjúklingur,
sem er að fara á fætur í fyrsta sinn eftir langa legu. ... “
Frú Thit Jensen segir einnig frá andláti móður sinnar,
en eftir andlát manns síns missti hún alla löngun til að lifa.
„1 vikunni fyrir hvítasunnu veiktist hún. Læknirinn
taldi enga hættu á ferðum. En mamma vildi ekki lifa.
Mamma vildi deyja.
Og viljinn til að deyja getur verið eins sterkur og
viljinn til að lifa. Ótal dæmi höfðum við séð hjá henni
um viljann til að lifa, en nú fengum við einnig hjá henni
að sjá viljann til að deyja. Ég veit ekki, hvort henni hefur