Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 15
MORGUNN 9
risu holdsins og gera allt hjal um grafarsvefninn að fá-
ránlegri heimsku í augum vorum.
Menn geta lent í vandræðalegum ógöngum með gi'afar-
svefnshugmyndina.
í kirkjudeilunni norsku, sem háð var fyrir fáum árum,
hélt Hallesby, rétttrúnaðarpostulinn norski, fram kenn-
ingunni um grafarsvefn sem réttri lúterskri trú. En þeg-
ar hann var að predika á sama tíma í norskri sveitakirkju
einni, sem stendur í kirkjugarði, lýsti hann yfir því, að
flestir þeirra, sem undir grassverði kirkjugarðsins lægju,
væru í helvíti. En hvernig mátti það vera, ef hitt var rétt,
að þeir svæfu enn í gröfum sínum og ættu að sofa þar
til dómsdags? Þeir gátu ekki verið á báðum stöðum í einu,
í gröfunum og í helvíti. Mun ekki sannleikurinn sá, að
þeir hafi á hvorugum staðnum verið, meðan Hallesby var
að predika?
Þannig verður allt í þoku um þetta mikla mál, allt í
mótsögnum og vitleysu, unz því er trúað, sem Kristur
sagði við illvirkjann á krossinum, og því, sem Páll postuli
kennir um „húsið frá Guði“.
Getið þér ekki verið mér sammála um, að óhætt sé guð-
fræðingunum að trúa Kristi og Páli fyrir þessu?
★
Leiðarljósið
Þú átt kannski fleira en augað sér,
en eignast þó meir og meir.
Og Ijósið, sem bezt hefir leiðbeint þér,
er líf, sem aldrei degr.
Ólöf frá Hlöðum.