Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 36
30
MORGUNN
dregið fram, að til séu vitranir frá Guði. Af mikilli sál-
fræðilegri þekkingu segir Jóhann di Cruce, að Guð verki
þannig á sálina, að í henni vakni myndir, orð og hugsanir
samsvarandi því, sem Guð vilji birta henni. Hann segir,
að andlega truflaðir sjáendur verði stöðugt sjúkari og
óheilli á sál sinni. En sannar vitranir færi manninum
orku, 'hugrekki, bróðurkærleika, trú, öryggi og umfram
allt djúpan, óhagganlegan sálarfrið. Af þessu megi dæma,
hvort vitrunin sé sönn eða login.
Þá verður enn fyrir oss þriðja vandamálið það, að hjá
hjá ágætustu dulsinnum, sjáendum og jafnvel helgum
mönnum og konum, verður sú staðreynd fyrir oss, að jafn-
hliða sönnum vitrunum koma fyrir sannanlegar auðsæjar
villur. Þetta á sérstaklega við um spádóma, forspár.
Spádómar — Mótsagnir
Jesúítinn og sagnfræðingurinn Herbert Thurston tekur
dulsýnir til ýtarlegi’ar meðferðar í bók sinni, Furðulegir
Dulsinnar (Surprising Mystics, London 1955). Hann bend-
ir á, að ef vér höfum í huga allar sýnir í sambandi við
líf og dauða Jesú Krists og Maríu, sem skyggnir dulsinn-
ar hafa séð, eins og heil. Margrét frá Pazzi, heil. Birgitta
•hin sænska, Elísabet frá Schönau, María frá Agreda, Anna
Katrín Emmerich og María Cecilia Baij, verði fyrir oss
fjöldi af missögnum og mótsögnum. I vitrunum þessara
sjáenda er t. d. ýmist sagt, að María hafi dáið einu ári,
þrettán árum, fimmtán árum eða tuttugu og einu ári eft-
ir dauða Jesú.
Á dánarbeði hélt Elísabet frá Schönau enn fast við það,
að allar vitranir sínar hefði hún fengið beint frá Guði.
Samt voru sumar þessar vitranir fullar af marklausum
hugarburði. I dulsýnum sá Anna Katrín Emmerich hluti,
sem ókunnir voru með öllu á þeim tímum, en fornleifa-
fræðin leiddi síðar í ljós. Samt voru í sumum vitrunum
hennar hinar mestu fjarstæður um stjörnur og stjarnlíf